Gott að rifja upp!

Morgunblaðið birti 2. febrúar verkefnalista minnihluta stjórnarinnar. Nú fimm og hálfum mánuði síðar er sumt á listanum kunnuglegt en annað er mjööög framandi.

Sjö verkefni nýrrar ríkisstjórnar

1. Aukið lýðræði, jöfnuður og upplýsingar

Það sem verður gert

Eftirlaunalögin afnumin og þrjár breytingar gerðar á stjórnarskránni. Í fyrsta lagi verður kveðið á um í henni að auðlindir þjóðarinnar séu þjóðareign. Í annan stað verður sett ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og í þriðja lagi verður sett ákvæði um að allar stjórnarskrárbreytingar verði bornar undir þjóðaratkvæði. Lög verða sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings.

Þá á að breyta kosningalögunum þannig að mögulegt verði að kjósa einstakar persónur í alþingiskosningum.

Það sem stefnt er á að gera

Ríkisstjórnin segist leggja áherslu á góða upplýsingagjöf um aðgerðir sínar, leitast við að hafa samráð við sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og almenning, hefja undirbúning að setningu nýrra reglna um skipan dómara og hefja vinnu við að endurskoða lög um ráðherraábyrgð.

2. Endurreisn efnahagslífsins

Það sem verður gert

Efnahagsstefna ríkisstjórnar byggist á áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það sem stefnt er á að gera

Áhersla verður lögð á að kynna umrædda áætlun betur fyrir almenningi. Þá á að fylgja ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum og vinna markvisst að því að jafnvægi náist milli útgjalda og tekna ríkisins.

3. Endurskipulagning í stjórnsýslu

Það sem verður gert

Skipt verður um yfirstjórn Seðlabankans og lögum um hann breytt þannig að yfir honum verði einn bankastjóri. Komið verður á fót peningastefnuráði sem á að fara með ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans. Þá verður skipuð ný yfirstjórn yfir Fjármálaeftirlitið og gerðar breytingar á yfirstjórn einstakra ótilgreindra ráðuneyta.

Það sem stefnt er á að gera

Hafin verður endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Einnig verður kannað hvort og hvernig megi styrkja lagaheimildir til að unnt verði að kyrrsetja eignir „ef slíks er þörf til að tryggja hagsmuni þjóðarbúsins, að virtum ákvæðum stjórnarskrárinnar.“

4. Aðgerðir í þágu heimila

Það sem verður gert

Sett verður á fót velferðarvakt sem mun fylgjast með félagslegum afleiðingum bankahrunsins og gera tillögur um aðgerðir til að mæta þeim. Í febrúar verða lögð fram frumvörp um greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungaruppboða vegna íbúðarhúsnæðis í allt að sex mánuði. Húsnæðislán gömlu bankanna verða færð til Íbúðalánasjóðs eða tryggt að greiðsluvandaúrræði sjóðsins verði að fullu virk hjá bönkunum. Auk þess verða sett lög um séreignarsparnað sem gefa sjóðsfélögum „tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum.“

Það sem stefnt er á að gera

Staða skuldara á að verða bætt með því að breyta gjaldþrotalögum. Langtímaáætlun um hvernig skuldavanda heimilanna verði frekar mætt á að liggja fyrir eigi síðar en í lok mars.

5. Aðgerðir í þágu atvinnulífs

Það sem verður gert

Framkvæmdaáform opinberra aðila verða endurskoðuð og lögð áhersla á þjóðhagslega arðbær verkefni sem krefjast mikillar vinnuaflsþátttöku. Þá verða engin ný áform um álver kynnt fram að kosningum. Heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði verða rýmkaðar og tekin upp full endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við slík verkefni.

Það sem stefnt er á að gera

Kynnt verður tímasett áætlun um opinberar framkvæmdir og útboð á árinu, ráðast á í sértæk átaksverkefni til að vinna gegn atvinnuleysi og leita leiða til að örva fjárfestingu og sköpun nýrra starfa. Þá þarf að aðlaga lánareglur LÍN þannig að atvinnulausir geti stundað lánshæft nám í stað þess að þiggja atvinnuleysisbætur. Breyta þarf lögum um Byggðarstofnun til að auka útlánagetu hennar og félagsmálaráðuneytinu verður falið að meta sérstaklega áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.

6. Aðgerðir til að byggja upp fjármálakerfið

og greiða úr vanda fyrirtækja

Það sem verður gert

Greiða á úr vanda lífvænlegra fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun setja nýju bönkunum útlánamarkmið vegna ársins 2009 til að örva hagkerfið.

Það sem stefnt er á að gera

Huga á að því að viðhalda virkri samkeppni og ljúka endurmati á eignum nýju ríkisbankanna hið allra fyrsta samhliða endurfjármögnun þeirra.

7. Alþjóðasamningar og Evrópusamstarf

Það sem verður gert

Tekið verður saman yfirlit um lántökur og heildarskuldbindingar þjóðarbúsins og það kynnt almenningi. Alþjóðlegir sérfræðingar verða ráðnir til að veita aðstoð við samninga á alþjóðavettvangi í samráði við ríkisstjórn. Þetta á meðal annars við um samninga vegna innstæðutrygginga. Evrópunefnd á að skila skýrslu um viðhorf hagsmunaaðila til ESB þann 15. apríl. Samkomulag er um að aðild að ESB verði ekki ákveðin nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband