Er verið að misnota "leynd" og "trúnað"?

Ef til vill þurfa stjórnvöld að hafa þann möguleika að láta trúnað gilda um skjöl. En eru stjórnvöld ekki að misnota þetta tæki þegar þau bera fyrir sig "leynd" og "trúnað" til að halda upplýsingum frá þingmönnum og þjóð um mál sem lýðræðislega kjörið Alþingi hefur til umfjöllunar?

Upphaflega ætlaðist ríkisstjórnin til að Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á Icesave-samningum hennar við hollensk og bresk stjórnvöld án þess að samningarnir væru birtir þingmönnum hvað þá þjóð. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra báru fyrir sig trúnað við Hollendinga og Breta.

Samningarnir láku í fjölmiðla og þá átti ríkisstjórnin ekki annan kost en að leggja þá fram á þingi og einnig á island.is

Eru nauðungarsamningar ríkisstjórnarinnar við hollensk og bresk stjórnvöld þess eðlis að hvorki þingmönnum né þjóðinni komi þeir við? Eða er líklegt að ríkisstjórnin hafi misnotað það tæki stjórnvalda að merkja samningana "trúnaðarskjal" og þá ekki ólíklega í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að um þá yrði fjallað á lýðræðislegan hátt utan þings og innan?

Í Morgunblaðinu í dag er frétt undir fyrirsögninni Leynd ekki aflétt í dag: "Engar tölur eru fyrirliggjandi um áætlaða skuldabyrði vegna Icesave-samkomulagsins og verður leyndinni ekki aflétt fyrr en að lokunum fundum í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd á morgun."

Nauðungarsamningarnir voru undirritaðir í fyrstu viku júní og talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu þá að þeir yrðu ekki birtir vegna "trúnaðar". Fjármálaráðherra hefur margítrekað að "trúnaður" gildi um hin og þessi skjöl. Sami ráðherra sagði á fundi í Iðnó fyrir skömmu að greiðsluáætlun vegna Icesave yrði lögð fram með gögnum á þingi þá fáum dögum síðar. Það var ekki gert. Nú er upplýst að "leynd" hvíli á upplýsingum um skuldabyrði.

Er nema von að spurt sé: Misnotar ríkisstjórnin það tæki sem trúnaður er?

Helga Garðarsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2009 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 18759

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband