Kjarkur og kjarkleysi!

Frá því Geir Haarde sagði: "Guð blessi Ísland" hefur engin þeirra þriggja ríkisstjórna sem síðan hafa setið og enginn ráðherra í neinni þeirra haft kjark til að segja hið augljósa:

Að ein af frumskyldum alþingismanna er að standa með þjóðinni sem kaus þá: Að taka málstað þjóðarinnar á hverju sem gengur: Verja þjóðina og hagsmuni hennar hvar sem er og hvenær sem er.

Frá 6. október þegar himinninn hrundi ofan á íslensku þjóðina hefur enginn ráðherra haft þennan kjark. Enginn!

Ragna dómsmálaráðherra hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hún álítur þetta vera verk sitt. Það gerir hún með því að verða við kröfum Evu Joly eins og hún getur innan ramma laganna.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar lét aðvaranir sem vind um eyrun þjóta: Ráðherrar hennar tóku hagsmuni einhverra annarra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Mörgum mánuðum síðar fæst loksins staðfest að það voru hagsmunir Evrópusambandsins sem ráðherrarnir létu ganga framar hagsmunum íslenskrar alþýðu.

Regluverk Evrópusambandsins var sett á stall, það verndað í bak og fyrir, en íslenskur almenningur látinn róa.

Samfylkingin (forug uppyfir haus frá því að bregðast ekki við viðvörunum) heldur upptekin hætti í skjóli hluta þingmanna Vinstri grænna. Áfram er haldið að verja hagsmuni Evrópusambandsins á kostnað íslensku þjóðarinnar, menningu hennar og landsins sem þjóðin var svo heppin að fá í vöggugjöf. Öllu skal því fórnað svo að Evrópusambandið þurfi ekki að taka afleiðingum af ófullburða regluverki sínu.

Þegar þjóðin hafði misst haldreipið, vonin dvínaði dag frá degi, óvissa um nútíðina, framtíðin í enn meiri óvissu birtist hún eins og engill, norsk-franska konan. Hún sóttist ekki eftir því að fá að leggja þjóðinni lið. En þegar hún var beðin þá brást hún vel við. Beiðnin var einföld og einlæg: Can you help us? spurði Egill Helgason.

Eva Joly tók strax afstöðu: Hún sagði skýrt að hún væri að vinna fyrir íslensku þjóðina og frá þeirri ákvörðun hefur hún aldrei vikið.

Hún hefur staðið í ströngu síðustu mánuði vegna rótfastrar spillingar í embættismannakerfinu á Íslandi, en hún lætur ekki deigan síga, hún stendur keik á meðan skotið er á hana úr launsátri og innan úr kerfinu, jafnákveðin og fyrr í því að hjálpa íslensku þjóðinni vegna þess að þjóðin á skilið að fá að vita sannleikannn, eins og hún segir sjálf.

Í nýlegu blaðaviðtali segir hún: "They (Icelanders) are taking jobs in Norway and that must not happen. People must stay, they must fight, they must fight for their culture and for justice, and I think here, like in all the Nordic countries, the feeling of justice is very important - and today there is a total feeling of injustice."

Meðan Joly talar máli íslenskrar alþýðu við erlent dagblað, þá þverskallast forsætisráðherra Íslands við og neitar með aðgerðaleysi að bregðast málefnalega við ítarlegum lögfræðilegum greinargerðum lögmannanna Lárusar Blöndal og Stefáns Más Stefánssonar. Hún heldur uppteknum hætti að hræða þjóðina inn í Evrópusambandið. Forsætisráðherrann og vinur forsætisráðherrans fjármálaráðherrann boða nánast ragnarök samþykki þingheimur ekki nauðungarsamninga við hollensk og bresk stjórnvöld: Útskúfun úr "alþjóðasamfélaginu" o.s.frv. og fulltrúar þeirra í samninganefndinni (sem verður í sögunni fræg af endemum) gáfu sér eina forsendu hið minnsta: Að íslenska þjóðin bæri fjárhagslega ábyrgð á ófullburða regluverki Evrópusambandsins sem gerði ekki ráð fyrir kerfishruni.

Konan sem þar til nýlega þekkti Ísland aðeins af landakorti talar máli íslenskrar alþýðu í útlöndum, en fólkið sem seldi Íslendingum loforð um að vinna þjóðinni gagn gegn atkvæði telur kjarkinn úr þjóðinni - sennilega vegna þess að þau eru sjálf kjarklaus!

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo rótföst er fjármálaspillingin orðin í stjórnsýslu okkar að nú veltir þjóðin því fyrir sér hvort virkilega sé verið að skoða vandlega að gefa Björgólfunum eftir þrjá milljarða af kaupverði Kaupþings banka!

Árni Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 08:16

2 identicon

Það er ekki bara það að fjármálaspillingin í stjórnsýslunni sé rótföst, eins og þú segir, Árni, það er líka rótfastur spilltur hugsunarháttur og kannski er rétt að segja að sumt fólk hafi aflagt það að hugsa hvað orðin sem það notar þýða.

Í dag var sagt frá því í fréttum að fjárglæfrafeðgarnir sem hafa rekið íslensku þjóðina fram á bjargbrún hafi gert Kaupþingi tilboð um að afskrifa skuldir þeirra.

Hvernig er komið fyrir fólki sem dettur í hug að skrifa svona texta og lesa hann gagnrýnislaust?

Helga (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:16

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og það var líka sagt í RÍKISSJÓNVARPI að Þór Sigfússon (forstjórninn) kæmi STERKUR út úr Sjóvámálinu.....16 milljarðar úr vasa almennings þar...og Þór er sterkur....

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.7.2009 kl. 20:01

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er fullt af fólki í samfylkingunni sem trúir því að útrásardólgarnir hafi ekki brotið nein lög.

Arinbjörn Kúld, 8.7.2009 kl. 20:49

5 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Öll framganga  stjórnkerfisins, stórs hluta stjórnmálamanna og fjölmiðla koma fram gagnvart útrásarvíkingunum eins og útrásavíkingarnnir séu mafíuforingjar sem þeir lúta. Ef fram kemur "lögfræðiálit" frá einhverju mafíulögfræðingnum þá fjalla menn um það eins og dómur hafi fallið  í málinu. Á þessum forsendum virðist samfó, sjallar, ... og fjölmiðlar líta á gjörðir þeirra sem löglegar því lögfræðiálitin þeirra eru nánast samþykkt sem lög. þetta virðist endurspeglast í Icesave, þ.e.  stjórnvöld lúta ógnandi valdi. Með öðrum orðum kjarklausir. svo væntanlega snýst þetta um  hagsmuni einhverra í klíkunni.

Málið er, að þegar upp er staðið er fullkomið aukaatriði hvort Icesave eða gjörðir útrásarvíkinganna eru löglegar á pappírnum,  þetta er allt fullkomlega siðlaust og svo skaðlegt íslenskri þjóð að það er óréttlætanlegt að láta það viðgangast. En því miður eru stjórnmálamenn of kjarklausir til að tala um málin út frá hugtökum eins og réttlæti, jöfnuði, siðferði og lýðræði. kjörnir fulltrúar þora ekki að taka afstöðu með þjóðinni vegna hagsmunatengsla, hræðslu og vegna þess að þeir eru fastir í dauðri hugmyndafræði. það er búið að heilaþvo stjórnmálastéttina svo gjörsamlega með frjálshyggju áróðri síðustu áratuga að þeir eru geta ekki hugsað hugsun sem fellur fyrir utan það kerfi. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 9.7.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband