Greiðsluþrot! Er betra að horfast í augu við það strax eða eftir nokkur ár?

Frá Gunnari Tómassyni:

Þann 7. febrúar sl. flutti ég fyrirlestur í Reykjavíkur Akademíunni um kollsteypu íslenzka efnahagskerfisins í byrjun október 2008 og lýsti m.a. þeirri skoðun minni að framundan væri greiðsluþrot þjóðarbúsins. Í þessu sambandi spurði einn áheyrenda lykilspurningar:

Ef greiðsluþrot verður ekki umflúið, er betra að horfast í augu við vandann strax eða eftir nokkur ár?

Svar mitt var:

Strax.

Eins og fréttastofa sagði frá í gærkvöldi, segir í frétt á netinu í dag, eru erlendar skuldir Íslands mun hærri en upphaflega var gert ráð fyrir þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom hingað til lands í nóvember síðastliðnum.

Frank Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins hér á landi, staðfesti þetta í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi.

Samkvæmt útreikningum fréttastofu eru erlendar skuldir Íslands nú um 250% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er það sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir hvað mest til. Þess ber að geta að útreikningarnir eru byggðir á tölum um erlendar skuldir frá því í lok mars á þessu ári. Staðan hefur ekki verið birt opinberlega, hvorki af stjórnvöldum né Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þetta kemur mér ekki á óvart - aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í október 2008 var samin á grundvelli mikillar óvissu um lykilstærðir, þar á meðal erlenda skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð. (Ég benti sérstaklega á hið síðarnefnda í tölvupósti til aðila heima á sínum tíma.)

Í greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um lánaumsókn Íslands sl. nóvember segir m.a. um horfur varðandi skuldastöðu þjóðarbúsins á komandi tíð:

The external debt ratio is estimated at 160 percent of GDP in 2009 as the public sector takes on loans to finance reimbursement of foreign deposit insurance, and new loans to fill the financing gap. Thereafter some net debt repayments are made and external debt falls back as a percent of GDP.

While the external debt ratio falls back significantly over the forecast horizon, it remains very high at 101 percent of GDP by 2013.

Within the total, public sector external debt declines to 49 percent of GDP by 2013 from 100 percent in 2008, as a result of debt repayments and a resumption in GDP growth over the medium term.

External debt remains extremely vulnerable to shocks-most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable.

Með öðrum orðum, aðgerðaáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggði á því að hlutfall erlendra skulda þjóðarbúsins væri um 160% af landsframleiðslu við árslok 2009.  Eins var það mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hlutfall af stærðargráðunni 240% „væri augljóslega óviðráðanlegt”.

Í ICESAVE samningum stjórnvalda við Breta og Hollendinga er sérstaklega vísað til umsagnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sl. nóvember um skuldastöðu þjóðarbúsins næstu árin og kveðið á um frekari viðræður ef hún reynist lakari en ráð var fyrir gert.

Staðfesting Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á því að skuldastaðan sé af ofangreindri stærðargráðu myndi gera frekari viðræður við Breta og Hollendinga nauðsynlegar nú þegar þar sem forsendur fyrirliggjandi ICESAVE samnings eiga ekki við lengur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisverð er þessi vefgrein þín, Gunnar.

Vonandi taka alþingismenn eftir henni!

Hafðu heilar þakkir!

Jón Valur Jensson, 3.7.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband