Stöndum vaktina: hvað þýðir Icesave?

Ekki mátti upplýsa um innihald Icesave samningsins og það ekki birt fyrr en einhverjum hafði tekist að smygla því út úr stjórnarráðinu.

Hvers vegna þessi leynd?

Svarið við því virðist nokkuð ljóst. Samningurinn er þess eðlis að hann er stórhættulegur sjálfstæði og framtíð þjóðarinnar.

Fullyrðingar stjórnvalda, embættismanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru byggðar á sandi.

Enginn veit hverjar eignir Landsbankans eru eða hverjar þær verða eftir sjö ár.

Bretar og Hollendingar voru ekki tilbúnir til þess að líta við þessum eignum, hvers vegna?

Enginn veit hver landsframleiðslan verður á Íslandi eftir sjö ár.

Enginn veit hver gjaldeyrisstaða eða vöruskiptajöfnuður verður á Íslandi eftir sjö ár.

Enginn veit hverjar erlendar skuldir og greiðslubyrði vega vaxta og afborganna af þeim verður eftir sjö ár.

Gengdarlaus áróður á borð við það að Ísland sökkvi nánast í sæ ef Bretum, Hollendingum og bröskurum verði ekki leyft að sópa til sín allri arðsemi af auðlindum og verðmætasköpun á komandi áratugum í fjölmiðlum.

EN enginn hefur getað dregið upp mynd af því hver veruleikinn verður fyrir þjóðina árið 2016 þegar búið er að uppræta helming velferðarkerfisins, lækka laun undir fátækramörk, skattleggja allt sem hægt er að skattleggja, skuldsetja Ríkissjóð um þúsundir milljarða. Hvað er Ríkisstjórnin að hugsa?

MÆTUM Í IÐNÓ

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir


mbl.is Borgarafundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband