Kallað eftir sannleikanum enn á ný!

Það hefur verið þrautin þyngri fyrir íslenskan almenning að fá að vita hvers vegna skuldir Björgólfs Thors, pabba hans og vina þeirra eru meðhöndlaðar sem skuldir íslensku þjóðarinnar. Það lítur út fyrir að meðal þingmanna í október sl. hafi verið einstaklingar sem völdu frekar að verja regluverk Evrópusambandsins en að verja hagsmuni íslensku þjóðarinnar vegna þess að málinu var snúið frá því að vera spurning um lög yfir í pólitíska deilu. Hvernig var þetta gert?

Núverandi fjármálaráðherra hefur sagt að hendur núverandi ríkisstjórnar hafi verið bundnar: Ríkisstjórnin hafi ekki átt neinn kost: Hún hafi orðið að halda málinu áfram eins og fyrri ríkisstjórn hafi verið búin að snúa því. Hann "gleymir" alltaf að nefna að helmingur af ríkisstjórninni sem hann situr í var líka helmingurinn af ríkisstjórninni sem hann segir hafa bundið hendur sínar.

Hvaða minnisblað er þetta sem fjármálaráðherrann líkir við draug? Hver skrifaði undir þetta minnisblað?

Hvers vegna lætur fjármálaráðherrann eins og minnisblað sem hefur ekki fengið staðfestingu Alþingis bindi hendur ríkisstjórnarinnar?

Í þessu ljósi er grein á amx.is athyglisverð! Þingflokksformaður og fyrrum viðskiptaráðherra á flótta úr þingsal

Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, ákvað á föstudag að leggja á flótta úr þingsal. Hann treysti sér ekki að svara spurningum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um Icesave.

Smáfuglarnir hafa fylgst með störfum Alþingis í nokkra áratugi og á þeim tíma hafa þeir ekki oft orðið vitni að því að þingmenn taki til fótanna út úr þingsalnum til að forðast óþægilega umræðu. Á stundum boða þingmenn forföll þegar „óþægileg“ atkvæðagreiðsla á að fara fram, en hreinn og beinn flótti úr þingsal er fáheyrður.

Á föstudag var umræða um störf þingsins og þar skiptast þingmenn á skoðunum og spyrja hvern annan, eða koma öðru málum á framfæri. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, hóf umræðuna og spurði Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar, um hvort þingflokkur hans hefði skipt um skoðun um Icesave-samningana, nú þegar þingmenn hefðu átt kost á því að kynna sér þá. Björgvin svaraði því til að ekkert hefði komið fram annað en að þingmenn Samfylkingarinnar teldu samningana það skásta sem hægt væri í erfiðri stöðu. Þá tóku nokkrir þingmenn til máls um ýmis mál og svo virtist sem Björgvin G. Sigurðsson þyrfti ekki að hafa frekari áhyggjur. En Ragnheiður Elín Árnadóttir eyðilagði allt fyrir viðskiptaráðherranum fyrrverandi og spurði hann spurningar. Í stað þess að óska eftir að taka til máls og svara Ragnheiði Elínu, flýtti fyrrverandi viðskiptaráðherra sér út úr þingsalnum og snéri ekki til baka fyrr en hann var öruggur um að þurfa ekki að svara einu eða neinu.

Og hvað var Björgvin G. Sigurðsson að flýja? Jú, einfalda spurningu um hvort hann hafi vitað af margfrægu minnisblaði við Hollendinga og/eða hvort Tryggingasjóður innistæðueigenda, sem heyrir undir viðskiptaráðuneytið, hafi áritað minnisblaðið án vitundar ráðherra, sem var á þeim tíma Björgvin G. sjálfur.

Smáfuglunum þykir rétt af þessu tilefni að birta orðrétta ræðu Ragnheiðar Elínar, sem varð til þess að þingflokksformaðurinn og fyrrverandi ráðherra, ákvað að leggja á flótta:

„Virðulegi forseti. Ég vil fá að taka aðeins þátt í þeirri umræðu sem hv. þm. Pétur H. Blöndal átti frumkvæði að við hv. þingmann og þingflokksformann Samfylkingarinnar Björgvin G. Sigurðsson áðan um Icesave-samninginn. Hv. þingmaður sagði að það kæmi í ljós eftir vandlega yfirferð á þinginu hvernig þingflokkur Samfylkingarinnar mundi greiða um hann atkvæði.

Í umræðu hér fyrr í mánuðinum um margumrætt minnisblað við Hollendinga, sem formaður samninganefndarinnar sagði að hefði elt samninganefndina eins og draugur allt ferlið, kallaði hæstv. utanríkisráðherra það, með leyfi forseta, „minnisblað um samningsstefnu sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir gagnvart Hollendingum“. Svo vísaði hann síðar í ræðu sinni til þessa „ólukkuminnisblaðs“ við Hollendingana.

Hæstv. ráðherra lét að því liggja að þetta hefði verið gert af hálfu ráðherra Sjálfstæðisflokksins við Hollendinga og kom það nokkuð á óvart, og það að starfandi utanríkisráðherra hefði ekki vitað þetta er í sjálfu sér umhugsunarefni og spurning hvort utanríkisráðherrann sem þá var í veikindaleyfi vissi af minnisblaðinu.

Það er samt ekki það sem ég ætlaði að spyrja um. Ég ætlaði að spyrja hv. þingmann, formann þingflokks Samfylkingarinnar, hvort aðrir þingmenn Samfylkingarinnar og ráðherrar hafi vitað af þessu minnisblaði á þeim tíma og þá sérstaklega hvort fyrrverandi hæstv. bankamálaráðherra, viðskiptaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson, hafi vitað af umræddu minnisblaði þegar það var til og hvort Tryggingarsjóður innstæðueigenda sem heyrir undir viðskiptaráðuneytið hafi áritað samninginn án vitundar þáverandi hæstv. bankamálaráðherra.“

Sannleikann upp á borðið, takk.

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 18748

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband