20.6.2009 | 23:04
Traust og heiðarleiki hafa tapast!
Skýringar við Icesave samninginn Samkvæmt siðvenju ríkisstjórnarinnar er skýrandinn á Icesave-samningunum nafnlaus, andlitslaus og svarar ekki málefnalegri gagnrýni nafngreindra lögmanna.
"Lánasamninga" kallar ríkisstjórnin nauðungarsamninga . En þann 16. þ.m. kallaði fjármálaráðherrann þá "viðskiptasamninga": ..."það er ekki venjan að birta svona viðskiptalega samninga milli sjálfstæðra aðila eins og þetta er."
Verði ríkisábyrgðin fyrir nauðungarsamningunum samþykkt þá kann að vera að sagan muni kalla þá landráðasamninga, en hvorki lánasamninga né viðskiptasamninga - þótt Jóhanna og Steingrímur skipi svo fyrir.
Magnús Thoroddsen fyrrum dómari við Hæstarétt þýddi grein 16.3 í samningnum við hollensk yfirvöld.
Afsal á griðhelgi fullveldisins
Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deilumál, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám, í hvaða eignum eða réttindum (án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.
Ef Trygginasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra, eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu (þótt það sé áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði) eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.
Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig." (Leturbr. undirritaðrar)
Allt íslenskumælandi fólk skilur þessa þýðingu Magnúsar. En það er ekki nóg að skilja textann! Fólk verður að vilja vera heiðarlegt og lesa ekkert annað út úr textanum en það sem í honum stendur og lesa textann allan! Forsætisráðherrann á í erfiðleikum með það:
"Það er ekki verið að veðsetja gjaldeyrisvaraforðann ef sérstaklega er spurt um það", sagði forsætisráðherrann í umræðum um Icesave-nauðungarsamningana á Alþingi þann 18. þ.m.
Auðvitað veit stjórnmálamaðurinn Jóhanna þetta miklu betur en fyrrum forseti Hæstaréttar. Maður hálfskammast sín fyrir að leggja eyrun við lagaskýringum lögmannsins þegar forsætisráðherrann gargar annað úr ræðustól Alþingis. En þannig er það bara að ég trúi frekar hæstaréttarlögmanninum en stjórnmálamanninum sem tilbiður Evrópusambandið og hefur sýnt með undirritun nauðungarsamninganna að hún velur að verja frekar regluverk Evrópusambandsins en íslenska alþýðu.
Veikleiki fullyrðinga forsætisráðherrans eru m.a. þeir að konan nefnir aldrei "sérfræðingana" sem hún "vitnar" í: Hún lætur að því liggja að þetta séu sérfræðingar í þjóðréttarmálum og milliríkjadeilum en þar sem þeir koma ekki fram sjálfir þá geta þetta allt eins verið sérfræðingar í gervigrasi. Hún færir aldrei rök fyrir því hvers vegna gr. 16.3 er í samningunum ef hún er bara í plati: Hún reynir ekki á málefnalegan og faglegan hátt að útskýra hvers vegna gr. 16.3. er ekki hættuleg! Hún bara fullyrðir!
Um skynsemi! Nauðungarsamningarnir voru undirritaðir þann 5. þ.m. Væru forystusauðir ríkisstjórnarinnar frjálsir í athöfnum sínum þá hefðu nauðungarsamningarnir verið settir í þýðingu áður en þeir voru undirritaðir svo ekki færi milli mála hvað í þeim stendur og hvernig lögmenn túlka þá og túlka þá ekki. En þetta var ekki gert.
Heiðarleiki og hreinskilni óskast! Steingrímur hefur haldið því fram að 80-daga ríkisstjórninni hafi verið nauðugur einn kostur að halda áfram störfum fyrri ríkisstjórnar og ganga til samninga við Hollendinga og Breta. Þessa fullyrðingu hefur hann ekki útskýrt. Enn er ósvarað spurningunni: Hvað í störfum fyrri ríkisstjórnar bindur hendur núverandi ríkisstjórnar? Í réttarríki á ekki að þurfa að kalla eftir svari við þessari spurningu aftur og aftur mánuðum saman: Ráðherrarnir eiga að vilja upplýsa þjóðina um sannleikann í málinu. Ef þeir fá sig ekki til að upplýsa þetta hjálparlaust þá er ekki óviðeigandi að fréttamenn spyri þá þar til þeir svara.
Fréttamenn, vinsamlegast spyrjið þau þar til svar kemur hvers vegna var kröfu Breta og Hollendinga snúið frá því að vera ágreiningur um regluverk Evrópusambandsins yfir í pólitíska milliríkjadeilu?! Við eigum öll þeirra hagsmuna að gæta að komast að sannleikanum um það hvers vegna ríkisstjórnin vill gefa undan okkur landið.
Ísland er ekki einkafyrirtæki ríkisstjórnarinnar.
Helga Garðarsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algerlega sammála. Hvaða atburðarás er verið að hanna? Innlimun í ESB um næstu áramót og upptaka EVRU um leið? Hvernig annars eigum við að geta greitt alla þessa vexti öðru vísi en skipta um mynt?
Arinbjörn Kúld, 21.6.2009 kl. 02:30
Arinbjörn, ein af tilgátunum sem heyrast er að hluti af nauðungarsamningunum sé að ESB falli frá nauðungarsamningunum ef ríkisstjórnin fer í aðildarviðræður við ESB. Þ.e. að nauðungarsamningarnir eigi að vera skiptimynd í aðildarviðræðum.
Ef þetta er rétt þá hefur bæst við enn eitt málið sem ríkisstjórnin heldur leyndu fyrir þjóðinni.
Og ef þetta er rétt þá skýrir þetta hvers vegna Jóhanna vill ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB sé bindandi heldur ráðgefandi.
En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera með nauðungarsamningana ef ESB-viðræður verða ekki samþykktar á þingi. Væntanlega að gefa undan okkur landið.
Vaktin, 21.6.2009 kl. 03:05
Ísland er nú óvart búið að vera "einkafyrirtæki" undangenginna ríkisstjórna í nokkra áratugi. Það lendir svo á þeirri núverandi að moka flórinn. Gleymum því ekki.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 05:48
Það "lendir" ekki á núverandi ríkisstjórn að undirrita nauðungarsamninga við stjórnvöld tveggja landa.
Það "lendir" ekki heldur á núverandi ríkisstjórn að segja þjóðinni ósatt.
Það "lendir" ekki á ríkisstjórninni að halda sannleikanum frá þjóðinni.
Það "lendir" ekki á ríkisstjórninni að ganga á bak orða sinna um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það "lendir" ekki á Samfylkingunni að moka flór síðustu ríkisstjórna. Samfylkingin hefur verið 50% af ríkisstjórnum á Ísland frá 2006. Samfylkingin dreifði flórnum ásamt öðrum.
Hvers vegna teymir formaður VG flokk sinn út í það sem hann hefur gert?
Sekt eins og vanræksla afsakar og skýrir aldrei sekt annars og vanrækslu! Gleymum því ekki.
Vaktin, 21.6.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.