Traust og heiðarleiki hafa tapast!

Skýringar við Icesave samninginn Samkvæmt siðvenju ríkisstjórnarinnar er skýrandinn á Icesave-samningunum nafnlaus, andlitslaus og svarar ekki málefnalegri gagnrýni nafngreindra lögmanna.

"Lánasamninga" kallar ríkisstjórnin nauðungarsamninga Shocking. En þann 16. þ.m. kallaði fjármálaráðherrann þá "viðskiptasamninga": ..."það er ekki venjan að birta svona viðskiptalega samninga milli sjálfstæðra aðila eins og þetta er."

Verði ríkisábyrgðin fyrir nauðungarsamningunum samþykkt þá kann að vera að sagan muni kalla þá landráðasamninga, en hvorki lánasamninga né viðskiptasamninga - þótt Jóhanna og Steingrímur skipi svo fyrir.

Magnús Thoroddsen fyrrum dómari við Hæstarétt þýddi grein 16.3 í samningnum við hollensk yfirvöld.

Afsal á griðhelgi fullveldisins

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland samþykkja algerlega hvers konar málsókn gegn sér í sambandi við hvaða deilumál, sem upp kunna að koma og hvers konar annað réttarúrræði gegn sér, þar á meðal aðför eða fjárnám, í hvaða eignum eða réttindum (án tillits til hvaða nota þau eru ætluð) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi.

Ef Trygginasjóðurinn eða Ísland, eða hvers konar eigur eða réttindi þeirra, eiga rétt á griðhelgi í einhverri lögsögu frá málshöfðun eða birtingu annarra skjala í tengslum við hvaða deilu sem er, eða eiga rétt á hvers konar annarri griðhelgi frá lögsögu, lögsókn, dómi, fjárnámi, kyrrsetningu (þótt það sé áður en dómur gengur til þess að tryggja aðför eða annað réttarúrræði) eða annars konar lögsókn, þá er hér með óafturkallanlega fallið frá griðhelgi á eins algeran hátt og lög viðkomandi lögsögu leyfa.

Bæði Tryggingasjóðurinn og Ísland lýsa því einnig óafturkallanlega yfir, að þau samþykki, að gera ekki kröfu um griðhelgi sér til handa eða vegna eigna eða réttinda hvors um sig." (Leturbr. undirritaðrar)

Allt íslenskumælandi fólk skilur þessa þýðingu Magnúsar. En það er ekki nóg að skilja textann! Fólk verður að vilja vera heiðarlegt og lesa ekkert annað út úr textanum en það sem í honum stendur og lesa textann allan! Forsætisráðherrann á í erfiðleikum með það:

"Það er ekki verið að veðsetja gjaldeyrisvaraforðann ef sérstaklega er spurt um það", sagði forsætisráðherrann í umræðum um Icesave-nauðungarsamningana á Alþingi þann 18. þ.m.

Auðvitað veit stjórnmálamaðurinn Jóhanna þetta miklu betur en fyrrum forseti Hæstaréttar. Maður hálfskammast sín fyrir að leggja eyrun við lagaskýringum lögmannsins Blush þegar forsætisráðherrann gargar annað úr ræðustól Alþingis. En þannig er það bara að ég trúi frekar hæstaréttarlögmanninum en stjórnmálamanninum sem tilbiður Evrópusambandið og hefur sýnt með undirritun nauðungarsamninganna að hún velur að verja frekar regluverk Evrópusambandsins en íslenska alþýðu.

Veikleiki fullyrðinga forsætisráðherrans eru m.a. þeir að konan nefnir aldrei "sérfræðingana" sem hún "vitnar" í: Hún lætur að því liggja að þetta séu sérfræðingar í þjóðréttarmálum og milliríkjadeilum en þar sem þeir koma ekki fram sjálfir þá geta þetta allt eins verið sérfræðingar í gervigrasi. Hún færir aldrei rök fyrir því hvers vegna gr. 16.3 er í samningunum ef hún er bara í plati: Hún reynir ekki á málefnalegan og faglegan hátt að útskýra hvers vegna gr. 16.3. er ekki hættuleg! Hún bara fullyrðir! Sick

Um skynsemi! Nauðungarsamningarnir voru undirritaðir þann 5. þ.m. Væru forystusauðir ríkisstjórnarinnar frjálsir í athöfnum sínum þá hefðu nauðungarsamningarnir verið settir í þýðingu áður en þeir voru undirritaðir svo ekki færi milli mála hvað í þeim stendur og hvernig lögmenn túlka þá og túlka þá ekki. En þetta var ekki gert.

Heiðarleiki og hreinskilni óskast! Steingrímur hefur haldið því fram að 80-daga ríkisstjórninni hafi verið nauðugur einn kostur að halda áfram störfum fyrri ríkisstjórnar og ganga til samninga við Hollendinga og Breta. Þessa fullyrðingu hefur hann ekki útskýrt. Enn er ósvarað spurningunni: Hvað í störfum fyrri ríkisstjórnar bindur hendur núverandi ríkisstjórnar? Í réttarríki á ekki að þurfa að kalla eftir svari við þessari spurningu aftur og aftur mánuðum saman: Ráðherrarnir eiga að vilja upplýsa þjóðina um sannleikann í málinu. Ef þeir fá sig ekki til að upplýsa þetta hjálparlaust þá er ekki óviðeigandi að fréttamenn spyri þá þar til þeir svara.

Fréttamenn, vinsamlegast spyrjið þau þar til svar kemur hvers vegna var kröfu Breta og Hollendinga snúið frá því að vera ágreiningur um regluverk Evrópusambandsins yfir í pólitíska milliríkjadeilu?! Við eigum öll þeirra hagsmuna að gæta að komast að sannleikanum um það hvers vegna ríkisstjórnin vill gefa undan okkur landið.

Ísland er ekki einkafyrirtæki ríkisstjórnarinnar.

Helga Garðarsdóttir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Algerlega sammála. Hvaða atburðarás er verið að hanna? Innlimun í ESB um næstu áramót og upptaka EVRU um leið? Hvernig annars eigum við að geta greitt alla þessa vexti öðru vísi en skipta um mynt?

Arinbjörn Kúld, 21.6.2009 kl. 02:30

2 Smámynd: Vaktin

Arinbjörn, ein af tilgátunum sem heyrast er að hluti af nauðungarsamningunum sé að ESB falli frá nauðungarsamningunum ef ríkisstjórnin fer í aðildarviðræður við ESB. Þ.e. að nauðungarsamningarnir eigi að vera skiptimynd í aðildarviðræðum.

Ef þetta er rétt þá hefur bæst við enn eitt málið sem ríkisstjórnin heldur leyndu fyrir þjóðinni.

Og ef þetta er rétt þá skýrir þetta hvers vegna Jóhanna vill ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB sé bindandi heldur ráðgefandi.

En hvað ætlar ríkisstjórnin að gera með nauðungarsamningana ef ESB-viðræður verða ekki samþykktar á þingi. Væntanlega að gefa undan okkur landið.

Vaktin, 21.6.2009 kl. 03:05

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ísland er nú óvart búið að vera "einkafyrirtæki" undangenginna ríkisstjórna í nokkra áratugi. Það lendir svo á þeirri núverandi að moka flórinn. Gleymum því ekki.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 05:48

4 Smámynd: Vaktin

Það "lendir" ekki á núverandi ríkisstjórn að undirrita nauðungarsamninga við stjórnvöld tveggja landa.

Það "lendir" ekki heldur á núverandi ríkisstjórn að segja þjóðinni ósatt.

Það "lendir" ekki á ríkisstjórninni að halda sannleikanum frá þjóðinni.

Það "lendir" ekki á ríkisstjórninni að ganga á bak orða sinna um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það "lendir" ekki á Samfylkingunni að moka flór síðustu ríkisstjórna. Samfylkingin hefur verið 50% af ríkisstjórnum á Ísland frá 2006. Samfylkingin dreifði flórnum ásamt öðrum.

Hvers vegna teymir formaður VG flokk sinn út í það sem hann hefur gert?

Sekt eins og vanræksla afsakar og skýrir aldrei sekt annars og vanrækslu! Gleymum því ekki.

Vaktin, 21.6.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband