Sannleikann um Icesave og Evrópusambandið upp á borðið tafarlaust, Jóhanna og Steingrímur!

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru kosin af íslenskum lýð til að vera fulltrúar þess sama lýðs á Alþingi. Þeim er einnig ætlað það hlutverk að vera fulltrúar lýðsins í samskiptum við fulltrúa lýðs í öðrum löndum. Þetta grundvallarhlutverk þeirra virðast þau misskilja. Þau haga sér eins og þau deili með sér forstjórastarfi í fyrirtæki þeirra Ísland ehf.

Þau standa fyrir gerð og undirritun leynisamnings. Hvorugt þeirra hefur umboð til þess.

Að mati tveggja málsmetandi lögmanna er íslenska ríkið ekki ábyrgt fyrir tryggingasjóði bankanna, sem komið var á fót með lögum árið 1999 skv. tilskipun Evrópusambandsins.

..."hvergi í tilskipuninni (er) kveðið á um sérstaka ábyrgð aðildarríkjanna á skuldbindingum Tryggingasjóðsins. Má ætla að slík ábyrgð hefði komið skýrt fram ef stefnt hefði verið að henni" (Lárus Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor).

Þar til í gær hafði ég heyrt leynisamninginn kallaðan "samning Íslands, Bretlands og Hollands", en þá bar nýtt við því í samtali Mbl.is við Steingrím var þetta orðinn viðskiptasamningur tryggingasjóðsins og nafnlausra og andlitslausra viðsemjenda:

"Við höfum skrifað viðsemjendum okkar og óskað leyfis að birta samninginn í heild, já. En það er ekki komið svar við því. En það er ekki venjan að birta svona viðskiptalega samninga milli sjálfstæðra aðila eins og þetta er. Þetta er samningur í grunninn milli tryggingasjóðsins íslenska og gagnaðilanna í viðkomandi löndum og... og venjur eru ekki að birta slíka viðskiptalega gerninga í heild sinni heldur lýsa svona efnisinnihaldi þeirra og... í almennum... almennum atriðum. En vegna eðlis og stærðar þessa máls þá höfum við óskað eftir skriflega að fá að birta samninginn í heild og bíðum eftir svari."

Síðar í viðtalinu sagði Steingrímur:

"Bara spurningin um það hvort svona lagaleg og viðskiptaleg ákvæði samningsins... við fáum leyfi til að gera þau opinber."

1. Hverjir eru "viðsemjendurnir"?

2. Hvers vegna var samningurinn undirritaður sem leynisamningur?

3. Hverjir eru sjálfstæðu viðskiptalegu aðilarnir?

4. Hver ætlaði að leggja mat á "almennu atriðin". Nafn- og andlitslausu viðsemjendurnir eða?

5. Hverjir þurfa að óttast að lagalegu og viðskiptalegu ákvæði samningsins verði birt opinberlega? Hvers vegna þola þau ekki dagsljósið?

Hvað á maður að segja um það að fulltrúar sem sækja umboð sitt til lýðsins láti sér detta í hug aðra eins framkomu gagnvart lýðnum?

Viðskiptasamningur við útlendinga um framtíð 1100 ára gamals menningarsamfélags sem á sitt eigið tungumál, eigið þjóðerni og eigið land!!! Ennþá!

Ég hef það fyrir satt að leynisamninginn er ekki enn búið að þýða á íslensku. Hann var m.ö.o. undirritaður á ensku: flókinn lagatexti á ensku.

Samningurinn er kominn í þýðingu, en íslensk þýðing liggur ekki enn fyrir. Engu að síður hafa fleiri en einn og fleiri en tveir þingmenn lýst yfir því að þau styðji hann.

Án þess að geta lesið samninginn á íslensku hafa bæði Jóhanna og Steingrímur lýst því yfir opinberlega að þau samþykki ríkisábyrgð fyrir samningnum. Ég er viss um að þau geta bæði átt umræður um daglegt líf á ensku og bjargað sér ágætlega á ferðalögum erlendis, en þau segja mér ekki að þau lesi sér til fullkomins skilnings flókinn lagatexta á ensku, frekar en langflest okkar hinna. Nógu erfitt er að skilja lagatexta á íslensku og þess vegna eru lögfræðingar fengnir til að túlka lög og eru oft ekki sammála um hvernig á að túlka lagatexta. "Leyni-viðskiptasamningurinn" er örugglega ekki með þeim einfaldari. Vönduð vinnubrögð???

"Leyni-viðskiptasamningurinn" er í erlendri mynt: Annars vegar sterlingspundi og hins vegar í evru. Sigmundur Davíð vakti athygli á því í gær hversu fráleitt það væri að gera slíkan samning í erlendri mynt og þótti nokkrum stjórnarliðum lítið til koma. Það sýnir annaðhvort skilningsleysi þeirra á málinu eða hitt sem nú flýgur hratt yfir:

Að í samningnum sé ákvæði um að gangi Ísland í Evrópusambandið verði Icesave-"leyni-viðskiptasamningurinn" skiptimynt.

Ef þetta er rétt þá er loksins komin skýring á því hvers vegna þeim er svo umhugað að ríkisábyrgðin verði samþykkt. Allt tal um að þjóðin geti staðið undir skuldbindingunum er rakalaus þvættingur. En ef búið er að semja um að ríkisábyrgðin verði felld niður gangi Ísland í ESB þá lítur málið allt öðruvísi út og málið andstyggilegra en raunsæjasta fólk grunar. 

Sannleikann strax upp á borð, Jóhanna og Steingrímur! Þið eruð komin langt út fyrir það umboð sem þið fenguð til að vera fulltrúar lýðsins í síðustu kosningum!

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, fnykin af málinu leggur alla leið norður yfir heiðar - og þarf mikið til!

Arinbjörn Kúld, 17.6.2009 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband