17.6.2009 | 03:49
Sannleikann um Icesave og Evrópusambandið upp á borðið tafarlaust, Jóhanna og Steingrímur!
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru kosin af íslenskum lýð til að vera fulltrúar þess sama lýðs á Alþingi. Þeim er einnig ætlað það hlutverk að vera fulltrúar lýðsins í samskiptum við fulltrúa lýðs í öðrum löndum. Þetta grundvallarhlutverk þeirra virðast þau misskilja. Þau haga sér eins og þau deili með sér forstjórastarfi í fyrirtæki þeirra Ísland ehf.
Þau standa fyrir gerð og undirritun leynisamnings. Hvorugt þeirra hefur umboð til þess.
Að mati tveggja málsmetandi lögmanna er íslenska ríkið ekki ábyrgt fyrir tryggingasjóði bankanna, sem komið var á fót með lögum árið 1999 skv. tilskipun Evrópusambandsins.
..."hvergi í tilskipuninni (er) kveðið á um sérstaka ábyrgð aðildarríkjanna á skuldbindingum Tryggingasjóðsins. Má ætla að slík ábyrgð hefði komið skýrt fram ef stefnt hefði verið að henni" (Lárus Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor).
Þar til í gær hafði ég heyrt leynisamninginn kallaðan "samning Íslands, Bretlands og Hollands", en þá bar nýtt við því í samtali Mbl.is við Steingrím var þetta orðinn viðskiptasamningur tryggingasjóðsins og nafnlausra og andlitslausra viðsemjenda:
"Við höfum skrifað viðsemjendum okkar og óskað leyfis að birta samninginn í heild, já. En það er ekki komið svar við því. En það er ekki venjan að birta svona viðskiptalega samninga milli sjálfstæðra aðila eins og þetta er. Þetta er samningur í grunninn milli tryggingasjóðsins íslenska og gagnaðilanna í viðkomandi löndum og... og venjur eru ekki að birta slíka viðskiptalega gerninga í heild sinni heldur lýsa svona efnisinnihaldi þeirra og... í almennum... almennum atriðum. En vegna eðlis og stærðar þessa máls þá höfum við óskað eftir skriflega að fá að birta samninginn í heild og bíðum eftir svari."
Síðar í viðtalinu sagði Steingrímur:
"Bara spurningin um það hvort svona lagaleg og viðskiptaleg ákvæði samningsins... við fáum leyfi til að gera þau opinber."
1. Hverjir eru "viðsemjendurnir"?
2. Hvers vegna var samningurinn undirritaður sem leynisamningur?
3. Hverjir eru sjálfstæðu viðskiptalegu aðilarnir?
4. Hver ætlaði að leggja mat á "almennu atriðin". Nafn- og andlitslausu viðsemjendurnir eða?
5. Hverjir þurfa að óttast að lagalegu og viðskiptalegu ákvæði samningsins verði birt opinberlega? Hvers vegna þola þau ekki dagsljósið?
Hvað á maður að segja um það að fulltrúar sem sækja umboð sitt til lýðsins láti sér detta í hug aðra eins framkomu gagnvart lýðnum?
Viðskiptasamningur við útlendinga um framtíð 1100 ára gamals menningarsamfélags sem á sitt eigið tungumál, eigið þjóðerni og eigið land!!! Ennþá!
Ég hef það fyrir satt að leynisamninginn er ekki enn búið að þýða á íslensku. Hann var m.ö.o. undirritaður á ensku: flókinn lagatexti á ensku.
Samningurinn er kominn í þýðingu, en íslensk þýðing liggur ekki enn fyrir. Engu að síður hafa fleiri en einn og fleiri en tveir þingmenn lýst yfir því að þau styðji hann.
Án þess að geta lesið samninginn á íslensku hafa bæði Jóhanna og Steingrímur lýst því yfir opinberlega að þau samþykki ríkisábyrgð fyrir samningnum. Ég er viss um að þau geta bæði átt umræður um daglegt líf á ensku og bjargað sér ágætlega á ferðalögum erlendis, en þau segja mér ekki að þau lesi sér til fullkomins skilnings flókinn lagatexta á ensku, frekar en langflest okkar hinna. Nógu erfitt er að skilja lagatexta á íslensku og þess vegna eru lögfræðingar fengnir til að túlka lög og eru oft ekki sammála um hvernig á að túlka lagatexta. "Leyni-viðskiptasamningurinn" er örugglega ekki með þeim einfaldari. Vönduð vinnubrögð???
"Leyni-viðskiptasamningurinn" er í erlendri mynt: Annars vegar sterlingspundi og hins vegar í evru. Sigmundur Davíð vakti athygli á því í gær hversu fráleitt það væri að gera slíkan samning í erlendri mynt og þótti nokkrum stjórnarliðum lítið til koma. Það sýnir annaðhvort skilningsleysi þeirra á málinu eða hitt sem nú flýgur hratt yfir:
Að í samningnum sé ákvæði um að gangi Ísland í Evrópusambandið verði Icesave-"leyni-viðskiptasamningurinn" skiptimynt.
Ef þetta er rétt þá er loksins komin skýring á því hvers vegna þeim er svo umhugað að ríkisábyrgðin verði samþykkt. Allt tal um að þjóðin geti staðið undir skuldbindingunum er rakalaus þvættingur. En ef búið er að semja um að ríkisábyrgðin verði felld niður gangi Ísland í ESB þá lítur málið allt öðruvísi út og málið andstyggilegra en raunsæjasta fólk grunar.
Sannleikann strax upp á borð, Jóhanna og Steingrímur! Þið eruð komin langt út fyrir það umboð sem þið fenguð til að vera fulltrúar lýðsins í síðustu kosningum!
Helga Garðarsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:51 | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jebb, fnykin af málinu leggur alla leið norður yfir heiðar - og þarf mikið til!
Arinbjörn Kúld, 17.6.2009 kl. 05:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.