Fréttastofa Ríkisútvarpsins að vakna! En er það of seint? Sofnar hún aftur?

Lögmennirnir Lárus Blöndal, hrl., og Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor, skrifuðu fjórar greinar í Morgunblaðið í vetur um að íslenska ríkinu bæri ekki að tryggja innlán í einkabönkum. Nægði tryggingasjóðurinn ekki þá væri ekki hægt að ganga á ríkissjóð. Þessar greinar lögmannanna vöktu furðulega litla athygli.

Fyrsta blaðagrein þeirra Lárusar og Stefáns birtist þann 15. október 2008 og kallast Ábyrgð ríkisins á innlánun. Í henni segja þeir m.a.:

"Við teljum að innlánstryggingarkerfin beri ábyrgð á skuldbindingum sínum með því fjármagni sem þar finnst, en öðru ekki."

Í sömu blaðagrein segja þeir:

"Þá er athyglisvert að hvergi er í tilskipuninni kveðið á um sérstaka ábyrgð aðildarríkjanna á skuldbindingum Tryggingasjóðsins."

Þann 3. mars í ár skrifuðu þeir greinina Í hvaða liði eru stjórnvöld? (Rétt að vekja athygli á því að stjórnvöld svöruðu ekki spurningunni. En þetta voru sömu stjórnvöld og eru enn við völd). Í blaðagreininni segja þeir Lárus og Stefán: "Hinn 26. febrúar sl. svaraði utanríkisráðherra fyrirspurn um hvort hann hafi látið kanna lögfræðileg rök fyrir því hvort Íslendingum beri lagaleg skylda til að greiða Icesave ábyrgðirnar og hver sé þá niðurstaða þeirrar skoðunar."

Svar utanríkisráðherrans á ekki að koma á óvart: Nokkrar álitsgerðir liggja fyrir, en þær eru

TRÚNAÐARMÁL

Fimmtu blaðagreinina skrifðu þeir Lárus og Stefán í Morgunblaðið þann 12. þ.m. og kalla þeir hana Áskorun til þingmanna.

Í kvöld, viku eftir að greinin birtist, útvarpaði Spegilinn á Rás 1 viðtali við Lárus. Það var ágætisviðtal. En hvers vegna var ekki tekið viðtal við þá Lárus og Stefán eftir að fyrsta greinin þeirra birtist þann 15. október í fyrra og síðan í tilefni af birtingu allra hinna þriggja?

Hvers vegna hefur Ríkisútvarpið, bæði hljóðvarp og sjónvarp, ekki notað þessar fræðilegu greinar þeirra Lárusar og Stefáns til að halda uppi gagnrýninni og upplýsandi umræðu um deilurnar við Evrópusambandið?

Blaðagreinar þeirra Lárusar Blöndals og Stefáns Más Stefánssonar fylgja hér með og ólíkt "sérfræðiplöggum" stjórnvalda þá hvílir ekki leynd yfir þessum greinum, enda standa þær undir nafni að vera ritaðar af þeim sem þekkja hvað best til málanna.

Áskorun til þingmanna Í hvaða liði eru stjórnvöld "Lagatæknileg rök" um innistæðutryggingar Er Evrópusambandið skaðabótaábyrgt Ábyrgð ríkisins á innlánum

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband