Attac mótmælir sölu á HS-orku til Magma Energy

Attac á Íslandi mótmælir harðlega hvernig íslensk stjórnvöld hyggjast fara á svig við anda laga um erlenda fjárfestingu og heimila kanadísku fyrirtæki að kaupa íslensk orkuver. Það kom berlega í ljós eftir hrunið á Íslandi hve allt regluverk og eftirlit um fjármálastarfsemi hérlendis var ábótavant og þjónaði fyrst og fremst örfáum einkaaðilum sem sölsuðu undir sig fjármálakerfi heillrar þjóðar, bjuggu til úr því sýndarpeninga í gjaldmiðlisbólum og víxilkaupum sín á milli og notuðu sem áhættufé á erlendum vettvangi. Ábyrg stjórnvöld reyna að læra af þessari reynslu og haga málum svo að ekki séu tekin öll bjargráð af þjóðinni og yfirráð yfir nýtingu á landinu.

Stjórnvöld sem núna höndla með þessi mál henda íslenskri þjóð úr öskunni á eldinn og svífast einskis til að afnema allt sem getur stöðvað að eignarhald og yfirráð á íslenskum auðlindum haldist hjá því fólki sem byggir landið. Stjórnvöld ganga meira segja svo langt að heimila fjármagnsfyrirtæki sem starfar utan Evrópska efnahagssvæðisins að kaupa hér orkuver þrátt fyrir skýr lagafyrirmæli þar um og þrátt fyrir að stjórnvöld viti mæta vel að fjármálafyrirtækið hefur fiffað til að fara á bak við lög sem Íslendingar hafa samþykkt. Með þessu er ennþá einu sinni farið á svig við lög og reglur til þess að búa til sem mest aðlaðandi umhverfi fyrir erlenda fjárfesta sem sveima um aflandseyjur og skattaparadísir.

http://attac.is/


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband