4.3.2010 | 13:04
Hvað getur "nei"“ þýtt?
TÓLF punktar sem geta ræst ef við segjum "nei" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Íslenskt "nei" getur haft víðtækar "geopolitical" afleiðingar um víða veröld, fyrir utan nauðsynlegar breytingar á innstæðutryggingakerfi Evrópusambandsins.
1. Styrkir samningsstöðu okkar gagnvart Bretum og Hollendingum, hvort sem kemur til áframhaldandi viðræðna og/eða ef dómstólaleiðin verður farin.
2. Sparar ómældar upphæðir fyrir skattborgara Íslands um ókomna tíð.
3. Íslendingar koma til með að uppskera óánægu meðal ákveðinna valdamanna í Bretlandi, Hollandi, Parísarklúbbnum, Alþjóðagaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, ásamt heldri manna klúbbum sem hlynntir eru alheimsvæðingunni.
4. Kemur til með að valda óánægju hjá stjórnendum banka og fjármálastofnanna á alheimsvísu vegna þess að í sömu andrá og við segjum "nei" koma skilaboð frá almenningi í fyrsta skipti í vestrænni hagsögu að skattpeningar þurfa ekki að fara í það að borga fyrir misgjörðir bankamanna.
5. Kemur hugsanlega til með að minnka áhættusækni banka og fjármálafyrirtækja og vekur þá spurningu hvort það eigi að vera ríkisábyrgð á bankarekstri yfir höfuð.
6. Spurningunni um "moral hazard" verður hugsanlega einnig svarað en hún er tvíþætt. Annars vegar að vera of stór til að vera settur í gjaldþrot og hins vegar óþarfa áhætta tekin vegna ríkisábyrgðar. Með öðrum orðum, ríkið borgar ef þér mistekst.
7. Breska pundið og evran geta komið til með að falla á móti bandaríska dollarnum (USD) og japönsku jeni og eykur það skuldabyrði og kostnað á lánum Breta og Hollendinga, sem eru báðir stórskuldugir miðað við verga þjóðarframleiðslu.
8. Íslenskt "nei" getur líka hjálpað þeim þjóðum sem eiga í baráttu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið og þeim ríkjum sem eru að glíma við geigvænleg efnahagsleg vandamál um þessar mundir, bæði peningaleg og mórölsk. Íslenskt "nei" getur valdið uppþoti víða um heim.
9. Ódýrari evra á móti USD og japönsku jeni hefur þau áhrif að stór úflutnings- og framleiðsluríki, t.d. Þýskaland og Frakkland komast hugsanlega fyrr út úr efnahagskreppunni og gætu aukið hagvöxt sinn. En hætta er á að verðbólga aukist og þar af leiðandi ýti undir vaxtahækkanir í Evrulandi.
10. Hærri USD getur hins vegar haft þau áhrif að verð á hrávöru, t.d. á málmum og olíu o.s.frv. gæti lækkað í dollurum talið, þegar til lengri tíma er litið.
11. Hærri USD minnkar viðskiptahalla Bandaríkjanna og lækkar verð á innfluttum vörum með tilheyrandi minnkun verðbólgu.
12. USD er aðalgjaldeyrisforði flestra ríkja á jörðinni og þau hin sömu mundu nú ekki kvarta yfir hækkun á USD, t.d. hefur Kína 2,2 trilljónir USD í gjaldeyrisforða sínum.
Fyrir rúmum 225 árum, eða árin 1783-1785 þegar móðuharðindin gengu yfir Íslendinga, voru þau mestu hörmungar og náttúruhamfarir sem Íslendingar höfðu lifað frá landnámsöld. Margir jarðfræðingar og sagnfræðingar halda því fram að gosmökkurinn með tilheyrandi kólnun jarðar hafi valdið uppskerubresti í Evrópu árin þar á eftir og jafnvel komið frönsku byltingunni af stað 1789. Byltingin markaði tímamót í menningar- og stjórnmálasögunni. Margir tengja breytingu í hugarfari við viðburði byltingarinnar, endalok vissrar heimsmyndar og stjórnarhátta og upphaf nútímalegra, vestrænna viðhorfa og stjórnmála. Enginn Íslendingur gerði sér grein fyrir áhrifum móðuharðindanna í Evrópu þá og sama er uppi á teningnum nú, að mér virðist vera. Íslenskt "nei" getur orðið mög afdrifaríkt og vonandi til góðs fyrir alla heimsbyggðina.
Á sama tíma minna þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon óneitanlega á Marie Antoinette og Louis XVI. Hin fræga setning Marie Antoinette fyrir lausn vandamála franska almúgans var: "Gefum þeim kökur". Þetta minnir svolítið á skjaldborg ríkisstjórnarinnar utan um heimilin á Íslandi.
Þetta er nú einungis stutt samantekt á hugsanlegum áhrifum íslensks "nei" og er alls ekki alslæm ef allt er tekið með í reikninginn og kannski er eitthvað stærra að gerast en við sjáum í fljótu bragði. Að minnsta kosti getur þögn Bandaríkjamanna í þessu Icesave-máli, ekki verið eins slæm og hún lítur út fyrir að vera.
Guðmundur Franklín Jónsson
Dómstólaleiðin: afram-island.is http://www.bdesign-web.com/afram-island/index.php?t=1
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur Franklín - og þakka þér fyrir; þessa þörfu grein !
Jú; jú, oftlega hefi ég minnst Frakknesku konungshjónanna, á síðari hluta 18. aldarinnar, og; hversu núverandi valdahjú, hér heima á Íslandi, minna á þau, og þeirra blindu, fyrir raunverulegum staðreyndum, í samtímanum þá - sem og nú.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.