26.1.2010 | 22:10
Hver á Ísland
Eftir bankahrunið fór hugurinn á ringulreið. Afleiðingarnar af hruninu fyrir samtímann og fyrir framtíð þjóðarinnar fangaði athyglina. Ástandið var alvarlegt og spurningar vöknuðu. Hvernig bregðast stjórnmálamenn við? Iðrast þeir og berjast fyrir hag almennings eða ætla þeir almenningi að taka höggið?
Fyrstu viðbrögð stjórnmálamanna voru einkennileg. Áróðursherferð hófst í fjölmiðlum og af hálfu stjórnmálamanna. Herferðin miðaði að því að beina athyglinni frá sökudólgum og sannfæra þjóðina um að sökin væri hennar. Útrásarvíkingar og stjórnmálamenn fengu drottningarviðtöl og Kristrún Heimisdóttir hvatti þjóðina til æðruleysis. Ekki tókst þó betur til en svo að fólkið dró fram potta og pönnur og skundaði niður á Austurvöll. Ríkisstjórn, sem hafði með leynd og blekkjandi umræðu villt almenningi sýn og grafið undan heilbriðum væntingum, var hrakin úr sessi. Forsmán þessarar ríkisstjórnar var að hún stóð ekki með fólkinu í landinu. Sá sem hefur verið blekktur byggir á þeirri reynslu og finnur fyrir tortryggni. Ef þú platar mig einu sinni ert þú fífl en ef þú platar mig tvisvar er ég fífl stendur einhversstaðar. Ef lagt er út af þessari setningu er ekki furða að fólk krefjist svara. Hver vill vera fíflið?
Byltingin bar með sér væntingar. Í hjarta Íslendinga bærðist óskin um lýðræði, um einlægni og um umhverfi sem ekki væri hulið móðu leyndarmála og blekkinga. Það voru því þjóðinni sár vonbrigði þegar að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og jöfnuð stakk sér umsvifalaust í vasa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og gerði lögmál hans að sínum. Leyndahyggjan er enn ráðandi og hinar raunverulegu fyrirætlanir og staða samfélagsins birtist enn í móðu eða jafnvel sem skrumskæling af veruleikanum.
Umræðan meðal almennings einkennist af spurningum sem ekki fást svör við. Í stað þess að halda uppi umræðu sem miðar að því að auka skilning á atburðarrásinni hella menn áróðri yfir þjóðina og jaðrar stundum við heimskuhjal. Ég heyrði einn ráðamann þjóðarinnar gera lítið úr íslenska hruninu með því að bera það saman við hrunið á Haiti. Haiti búar þurfa að nærast á mold og drullu samkvæmt upplýsingum fulltrúa sem störfuðu þar við hjálparstörf fyrir jarðskjálftanna. Ástandið hefur verið hörmulegt þar um langa hríð. Er þetta samanburðurinn sem ráðamenn á Íslandi vilja sækja? Er þeim allt leyfilegt vegna þess að Haitibúar lifa við hörmungar? Er það smekklegt að notfæra sér slíkt ástand til þess að réttlæta slægt stjórnarfar á Ísland?
Ráðamenn á Íslandi geta svo sem líka borið ástandið á Íslandi saman við svarta forneskju ef þeir vilja fá hagstæðan samanburð. En eigum við ekki að hafa metnað til þess að horfa fram á við og miða að því að skapa gott samfélag, vernda umhverfið og ganga ekki á rétt barna okkar.
Þegar gengið er um götur mætir ásýnd velmegunar. Fólk er snyrtilega til fara og ekki verður séð að það skorti neitt. Undir þessari ásýnd leynast áhyggjur og áhrifaleysi. Prúðbúnir einstaklingar með neikvæða eiginfjárstöðu eru fátækir einstaklingar sem tapað hafa frelsi og valkostum. Fréttir voru af því eftir hrun að 30% þjóðarinnar væri í þessari stöðu og að hlutdeild þeirra myndi aukast. Strategía ríkisstjórnarinnar, sennilega fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, virðist vera að skapa ró með því að frysta skuldir. Í andrúminu sem myndaðist við frystinguna átti að klára tvö mál. Klára umsókn að ESB og þvinga ábyrgð af skuldum sem siðblindir bankaeigendur söfnuðu í einkabönkum sínum yfir á almenning í landinu. Fyrra málið komst í höfn en hið síðara vofir yfir vegna þess að þjóðin sofnaði ekki á verðinum heldur tók stöðu með framtíð Íslands. Hin falska ásýnd velmegunar blekkti ekki. Stjórnvöldum tókst ekki að sannfæra þjóðina um að það væri siðlegt að selja börnin í ánauð til þess að greiða skuldir hinna siðblindu.
Framundan er afþýðing lána og birting rannsóknarskýrslu Alþingis. Í kjölfarið verður kosið um ríkisábyrgð á Icesave. Viðbúið er að í aðdraganda og kjölfar þessara atburða skapist órói. Tími svika og blekkinga er ekki tími æðruleysis heldur tími uppgjörs og lærdóms.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Fyrstu viðbrögð stjórnmálamanna voru einkennileg. Áróðursherferð hófst í fjölmiðlum og af hálfu stjórnmálamanna. Herferðin miðaði að því að beina athyglinni frá sökudólgum og sannfæra þjóðina um að sökin væri hennar. Útrásarvíkingar og stjórnmálamenn fengu drottningarviðtöl og Kristrún Heimisdóttir hvatti þjóðina til æðruleysis. Ekki tókst þó betur til en svo að fólkið dró fram potta og pönnur og skundaði niður á Austurvöll. Ríkisstjórn, sem hafði með leynd og blekkjandi umræðu villt almenningi sýn og grafið undan heilbriðum væntingum, var hrakin úr sessi. Forsmán þessarar ríkisstjórnar var að hún stóð ekki með fólkinu í landinu. Sá sem hefur verið blekktur byggir á þeirri reynslu og finnur fyrir tortryggni. Ef þú platar mig einu sinni ert þú fífl en ef þú platar mig tvisvar er ég fífl stendur einhversstaðar. Ef lagt er út af þessari setningu er ekki furða að fólk krefjist svara. Hver vill vera fíflið?
Byltingin bar með sér væntingar. Í hjarta Íslendinga bærðist óskin um lýðræði, um einlægni og um umhverfi sem ekki væri hulið móðu leyndarmála og blekkinga. Það voru því þjóðinni sár vonbrigði þegar að ríkisstjórn sem kennir sig við velferð og jöfnuð stakk sér umsvifalaust í vasa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og gerði lögmál hans að sínum. Leyndahyggjan er enn ráðandi og hinar raunverulegu fyrirætlanir og staða samfélagsins birtist enn í móðu eða jafnvel sem skrumskæling af veruleikanum.
Umræðan meðal almennings einkennist af spurningum sem ekki fást svör við. Í stað þess að halda uppi umræðu sem miðar að því að auka skilning á atburðarrásinni hella menn áróðri yfir þjóðina og jaðrar stundum við heimskuhjal. Ég heyrði einn ráðamann þjóðarinnar gera lítið úr íslenska hruninu með því að bera það saman við hrunið á Haiti. Haiti búar þurfa að nærast á mold og drullu samkvæmt upplýsingum fulltrúa sem störfuðu þar við hjálparstörf fyrir jarðskjálftanna. Ástandið hefur verið hörmulegt þar um langa hríð. Er þetta samanburðurinn sem ráðamenn á Íslandi vilja sækja? Er þeim allt leyfilegt vegna þess að Haitibúar lifa við hörmungar? Er það smekklegt að notfæra sér slíkt ástand til þess að réttlæta slægt stjórnarfar á Ísland?
Ráðamenn á Íslandi geta svo sem líka borið ástandið á Íslandi saman við svarta forneskju ef þeir vilja fá hagstæðan samanburð. En eigum við ekki að hafa metnað til þess að horfa fram á við og miða að því að skapa gott samfélag, vernda umhverfið og ganga ekki á rétt barna okkar.
Þegar gengið er um götur mætir ásýnd velmegunar. Fólk er snyrtilega til fara og ekki verður séð að það skorti neitt. Undir þessari ásýnd leynast áhyggjur og áhrifaleysi. Prúðbúnir einstaklingar með neikvæða eiginfjárstöðu eru fátækir einstaklingar sem tapað hafa frelsi og valkostum. Fréttir voru af því eftir hrun að 30% þjóðarinnar væri í þessari stöðu og að hlutdeild þeirra myndi aukast. Strategía ríkisstjórnarinnar, sennilega fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, virðist vera að skapa ró með því að frysta skuldir. Í andrúminu sem myndaðist við frystinguna átti að klára tvö mál. Klára umsókn að ESB og þvinga ábyrgð af skuldum sem siðblindir bankaeigendur söfnuðu í einkabönkum sínum yfir á almenning í landinu. Fyrra málið komst í höfn en hið síðara vofir yfir vegna þess að þjóðin sofnaði ekki á verðinum heldur tók stöðu með framtíð Íslands. Hin falska ásýnd velmegunar blekkti ekki. Stjórnvöldum tókst ekki að sannfæra þjóðina um að það væri siðlegt að selja börnin í ánauð til þess að greiða skuldir hinna siðblindu.
Framundan er afþýðing lána og birting rannsóknarskýrslu Alþingis. Í kjölfarið verður kosið um ríkisábyrgð á Icesave. Viðbúið er að í aðdraganda og kjölfar þessara atburða skapist órói. Tími svika og blekkinga er ekki tími æðruleysis heldur tími uppgjörs og lærdóms.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill og lýsir ómannleika Icesave-stjórnarinnar vel. Æðruleysi hvað? Nei, þau stíga hvorki í heiðarleikann né vitið og steingleymdu líka að það býr fólk en ekki fífl í landinu.
Elle_, 1.2.2010 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.