Lífeyrissparnaður okkar má ekki fara í áhættufjárfestingar!

Stöðuleikasáttmálinn á milli ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka atvinnulífsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga var undirritaður 25. júlí sl. Meðal innihaldsins í stöðugleikasáttmálanum er aðgerðaráætlun sem felur það í sér að ríkisstjórnin gangi til samstarfs við lífeyrissjóði um að þeir fjármagni stórar framkvæmdir.

Strax á samingsstiginu var ljóst að framkvæmdirnar sem um var rætt miða langflestar að áframhaldandi virkjana- og stóriðjuframkvæmdum. Þær framkvæmdir sem um ræðir eru: bygging hátæknisjúkrahúss, samgöngumiðstöðvar í Reykjavík, Búðarhálsvirkjunar og álversins í Helguvík, stækkun álversins í Straumsvík, framkvæmdir við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg um Kollafjörð, lagning Sundabrautar og bygging Vaðlaheiðarganga.

 

Yfirlýsing

Við undirritaðir sjóðsfélagar í lífeyrissjóðunum skorum á ríkisstjórn Íslands að hverfa þegar frá þeirri hugmynd stöðugleikasáttmálans að nota skylduframlag okkar til fjármögnunar fyrirhugaðar uppbyggingar vegum og stóriðju. Slíkar framkvæmdir hafa ekki sýnt sig í að skila miklum raunverulegum verðmætum til þjóðarbúsins. Þess vegna er umtalsverð hætta á því að lífeyrissjóðeign okkar skerðist enn frekar en orðið er.

Við viljum einnig benda á það ójafnrétti sem verkefnalisti aðgerðaráætlunar stöðugleikasáttmálans endurspeglar þegar mið er tekið af landfræðilegri staðsetningu verkefnanna, hvaða atvinnufyrirtæki hafa tækifæri til að koma þar að og hvaða hópur atvinnubærra einstaklinga hafa möguleika á að vinna að þeim. Það er líka full ástæða til að minna á að það er alls ekki öruggt að það verði innlend fyrirtæki og/eða Íslendingar sem verði tryggð afkoma með þessum stórframkvæmdum þar sem það er skylt að bjóða svo umfangsmiklar framkvæmdir út á evrópska efnahagssvæðinu.

Auk þessa drögum við undirrituð það mjög í efa að sama hugsun og kom efnahag landsins í þann vanda sem hann er í núna dugi honum til uppbyggingar. Við viljum því mótmæla því að sparnaðurinn sem við höfum lagt frá til eftirlaunaáranna verði lánaður til svo vafasamrar atvinnuuppbyggingar eins og verkefnalisti aðgerðaráætlunar stöðugleikasáttmálans gerir ráð fyrir.

 

Meira hér http://kjosa.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband