Færsluflokkur: Evrópumál

Forðum þjóðargjaldþroti og mætum á Austurvöll á morgun kl 17:00 !!

Það er boðað til mótmæla við Austurvöll á fimmtudaginn. Margir aðilar og hópar sameinast um þessi mótmæli. Um er að ræða einstaklinga og félög sem eru andsnúin ríkisábyrgð á IceSave samningnum. Ég hvet sem flesta að mæta.

IceSave málið er mjög sérstakt mál, að minnsta kosti hér innanlands. Ferill ríkisábyrgðarinnar ber þess merki að hún hefði átt að samþykkjast á Alþingi í einum hvelli. Reyndar varð hvellur en ekki sá sem forkólfar Ríkisstjórnarinnar höfðu vonast eftir. Hugmynd þeirra var að koma þessu máli frá til að geta snúið sér að öðrum mikilvægari þjóðþrifamálum. Jóhanna vildi rós í hnappagatið áður en hún heimsækir vina sína í Brussel. Steingrímur ætlaði sér að stýra fjármálum ríkisins í einhvers konar Hróa Hattar stíl. Til allrar hamingju, fyrir okkur Íslendinga, þá gerðist einhver svo ósvífinn að spyrja hvort við hefðum efni á þessum IceSave greiðslum. Um það snúast þessi mótmæli, hvort Ísland fari á hausinn í náinni framtíð. Þetta er kjarnaatriðið.

Bretar eiga sér langa sögu í slíkum milliríkjasamskiptum sem við upplifum núna. Við getum rifjað upp Ópíum stríðin við Kínverja á þar síðustu öld, þá var fyrst reynt að semja en síðan var herinn sendur. Bretar hafa haft betur eins og vænta má, reyndar er smá skuggi á sigurgöngu nýlenduveldis þeirra. Í þrígang hafa þeir þurft að hverfa af vettvangi með herveldi sitt. Þá héngju nokkrir þorskhausar á spýtunni. Í raun er sigur okkar Íslendinga í þorskastríðunum mjög merkilegur.

Af þessum sökum eru margir erlendir aðilar sem fylgjast grannt með þessum slag. Við munum skapa visst fordæmi með lyktum þessa máls. Þess vegna er ábyrgð okkar mikil. Ég tel að að öllum erlendum aðilum sem kynna sér málið sé ljóst að við eigum ekki að borga. Þetta er fyrst og síðast kúgun af hálfu Bretanna og þannig er litið á málið, séð að utan.

Því vekur það furðu að "hið mikla samviskubit" virðist vera innlend framleiðsla okkar Íslendinga. Þegar ráðist er á þjóð þá eru venjuleg viðbrögð þegnanna að standa saman gegn innrásinni. Bretum hefur tekist að kljúfa fylkingu okkar því þeir vita að sundraðir föllum vér. Auk þess þyrstir þá í hefnd vegna Þorskastríðanna. Nú skiptir öllu máli að við stöndum saman því þá sigrum við.

Mætum öll á Austurvöll.

 

 Helga Þórðardóttir.


Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband