8.12.2009 | 19:22
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009.
Frásögn af fundi í Seðlabanka Íslands 4 desember 2009.
Fundur með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Franek og Flanagan, með hóp Íslendinga sem sent hafa Strauss-Kahn bréf.
Fundinn sátu fyrir hönd íslenska hópsins: Gunnar Sigurðsson, Heiða B.Heiðarsdóttir, Ásta Hafberg, Einar Már Guðmundsson, Helga Þórðardóttir, Gunnar Skúli Ármannsson, Lilja Mósesdóttir, Elías Pétursson, Ólafur Arnarson.
Fundurinn sem stóð í tæpar tvær klukkustundir var að sumu leyti upplýsandi og þökkum við fulltrúum AGS fyrir hann.
Eftirfarandi grundvallaratriði voru tekin fyrir. Farið var kerfisbundið í gegnum neðantalin atriði á fundinum. Lögð voru fram gögn máli okkar til stuðnings. Reynt var með öllum ráðum að fá fram skýr svör byggð á staðreyndum.
1. Að vöruskiptajöfnuður Íslands verði jákvæður um það bil 160 milljarða á ári næstu tíu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum hvernig þetta gæti orðið að veruleika.
2. Að tekjur ríkisins aukist um 50 milljarða á ári næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
3. Að landsframleiðsla aukist næstu árin. Flanagan tókst ekki að sýna fram á með rökum að þetta væri mögulegt.
4. Hversu hátt skuldaþol Íslands af vergri landsframleiðsu getur orðið? Flanagan snéri sig út úr því og gaf ekki skýrt svar.
Fyrrnefnd grundvallaratriði eru forsendur þess að áætlun AGS gangi upp. Okkar mat er að engar forsendur séu til staðar svo viðkomandi grundvallaratrið verði að raunveruleika. Af því leiðir að áætlun AGS er brostin. Flanagan tókst ekki að hnika til sannfæringu okkar. Því miður þá sjáum við ekki neina vitglóru í áætlun AGS.
Flanagan tókst ekki að hrekja gagnrýni okkar á sannfærandi hátt óþægilegar spurningar leiddi hann hjá sér.
1. Vöruskiptajöfnuður.
Við bentum á að í sögulegu samhengi væru engin fordæmi fyrir jákvæðum vöruskiptajöfnuði í þessu magni í svo langan tíma. Eini raunhæfi möguleikinn er að minnka innflutning verulega.
Flanagan taldi ekki gagnlegt að bera fortíðina saman við framtíðina. Flanagan telur fortíðina ekki í raun ekki marktæka vegna hinna miklu breytinga sem hrunið hefði í för með sér á tekjustoðum landsins. Við bentum honum á að fyrir bankabólu þá hefðum við verið með hagkerfi sem líktist því sem hann væri að lýsa, hann virtist ekki telja það eiga við. Hann taldi að kreppan myndi leiða til langvarandi jákvæðs viðskiptajöfnuðar, sem stenst ekki í sögulegu samhengi. Hann gat ekki bent á neinar áætlanir sem gætu skapað þennan vöruskiptajöfnuð. Hann ræddi ekki um minnkun á innflutningi. Hann taldi kvótakerfið koma í veg fyrir aukin útflutning á fiski í tonnum talið. Einhver óljós orð hafði hann um orkufrekan iðnað.
Niðurstaðan eftir að hafa hlustað á hann var sú að hann taldi þetta gerast, en gat ekki skýrt hvernig.
Síðar á fundinum hrökk upp úr Flanagan hvernig vöruskiptajöfnuðurinn er fenginn. Skuldir Íslands voru lagðar saman og síðan var vöruskiptajöfnuðurinn stilltur af þannig að Ísland gæti staðið í skilum. Þetta er vel þekkt aðgerð í Excel forritinu og kallast goalseeking
2. Tekjur ríkisins.
Flanagan nefndi auknar skatttekjur. Við bentum honum á að árið 2008 hefði verið eitt besta skattaár Íslands sögunnar. Forsendur til að afla mikilla skatta á árinu 2008 voru einstaklega hagstæðar. Þær forsendur eru brostnar að okkar mati í dag. Bankarnir hrundu, laun hafa lækkað, atvinnustarfsemi í lágmarki o.sv.fr. Hvernig við getum gert ráð fyrir að fá jafngóðar skatttekjur árið 2010 og árið 2008? Þar að auki hvernig eiga skatttekjur að aukast um 50 milljarða á hverju ári í mörg ár. Flanagan hafði ekkert svar við því. Hann gat ekki skýrt út fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu.
3. Landsframleiðslan.
Flanagan var spurður út í áætlanir þeirra varðandi vöxt landsframleiðslu, hann taldi þær varlegar. Hann var spurður út í hvernig þessar áætlanir voru gerðar, svör virðast benda til þess að þar sé um svipaða EXCEL aðferðafræði og í öðrum áætlunum þeirra. Flanagan sagði einnig að ljóst væri að Ísland þyrfti að breytast úr þróuðu þjónustusamfélagi í framleiðslu þjóðfélag með áherslu á útflutning. Þessu mundi sjá stað á næstu misserum í mjög minnkandi hlut verslunar og þjónustu til innanlandsnota í veltu samfélagsins.
4. Skuldaþol sem hlutfall af vergri landsframleiðslu.
Var rætt nokkuð og taldi hann möguleika á að Ísland stæðist hærra skuldaþol að gefnum vissum forsendum. Sú forsenda var að eignir væru fyrir hendi, virtist í máli hans litlu skipta þó þær eignir væri ekki endilega í eigu þeirra sem skulda. Bentum við honum á að td eignir lífeyrissjóðanna væru ekki aðgengilegar, lífeyrissjóðirnir væru eignir fólksins en ekki eignir ríkis né fyrirtækja. Þessi ábending virtist skaprauna Flanagan. Hvort það er vegna þess að þetta voru nýjar upplýsingar fyrir honum eða þá að hann vissi að ekki væru til neinar eignir hjá lífeyrissjóðunum til ráðstöfunar upp í skuldir, var ekki ljóst. Hann taldi að erlendar eignir lífeyrissjóðanna væru gjaldeyrisskapandi, og virtist telja að sá gjaldeyrir væri til ráðstöfunar fyrir ríkið. Hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu er óljóst.
Önnur atriði sem komu fram á fundinum:
Mjög mikil hætta á fólksflótta, Flanagan hafði áhyggjur af því. Hann telur að ekki sé hægt sé að gera mikið við því.
Flanagan sagði að það væri markmið ríkisstjórnarinnar að skera ekki niður norræna velferðarkerfið. Það kom fram að það væri ekki stefna AGS.
Hann taldi að gengi íslensku krónunnar myndi ekki batna næstu tíu árin. Af því leiðir að lán Íslendinga í erlendum gjaldeyri munu ekki skána neitt næstu 10 árin. Af því leiðir líka að sú kjaraskerðing sem til er kominn vegna gengisfalls er kominn til að vera. Sem gæti leitt til þess að Ísland verði láglaunaríki sem framleiði hráefni og lítt unna vöru fyrir betur stæð lönd til fullvinnslu. Svolítið svona þriðja heims dæmi...
Það er á dagskrá stjórnar AGS að koma til Íslands.
Flanagan fullyrti það að niðurstaða Icesave deilunnar væri ekki forsenda aðstoðar AGS.
Bretar, Hollendingar og Norðurlöndin hafi krafist of hárra vaxta á of skömmum tíma. Flanagan hélt því fram að AGS hefði komið þar að málum og fengið þessa aðila til að stilla kröfum sínum í hóf.
Flanagan fullyrti einnig að Svíar væru í forsvari Norðulandanna þegar kemur að málefnum Íslands og að þeir hefðu sett lausn Icesave-deilunnar á oddinn sem forsendu lánafyrirgreiðslu og aðstoðar.
Flanagan fullyrti að ríkisstjórnin ákveði sjálf hvernig niðurskurði og skattahækkunum sé háttað. Einnig ákveður ríkisstjórnin sjálf hversu langan tíma hún tekur í skatta- og niðurskurðaraðgerðir.
Einnig kom fram á fundinum að ef hægt væri að hnekkja neyðarlögunum þá yrðum Íslendingar opinberlega gjaldþrota sem ríki.
Þegar Flanagan var spurður hvar áætlun AGS hefði gefist vel þá nefndi hann bara Tyrkland. Reyndar stjórnaði hann aðgerðum þar. Spurningunni er því ósvarað hvort það er Flanagan sem er svona klár eða stefna AGS.
Flananagan var spurður hvort hann myndi búa áfram á Íslandi eða ekki ef hann væri Íslendingur. Hann svarði því til að ef hann væri Íslendingur í dag og hefði kost á atvinnu erlendis myndi hann flytja.
Til skýringar er hér mynd sem sýnir áætlanir SÍ og AGS um vöruskiptajöfnuð í sögulegu samhengi síðustu tíu ára
3.12.2009 | 03:48
Lífeyrissparnaður okkar má ekki fara í áhættufjárfestingar!
Eftirfarandi fréttatilkynning er komin inn á eggin.is og mun sennilega birtast á svipan.is á morgun. Fréttatilkynningin er samin af aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar sem hún segir frá:
Þriðja undirskriftarsöfnunin er nú farin af stað inni á vef kjosa.is Sú fyrsta var til stuðnings kröfu um kosningar og sú næsta til að styðja kröfuna um að forsetinn undirritaði ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave. Þessi þriðja undirskriftarsöfnun varðar aðgerðaráætlun stöðugleikasáttmálans sem gerir ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir komi að fjármögnun stórra framkvæmda til að byggja upp atvinnulíf og efnahag þjóðarinnar.
Þær framkvæmdir sem um ræðir eru taldar upp í aðdraganda yfirlýsingarinnar sem er til undirritunar inni á vefnum kjosa.is Sú upptalning lítur þannig út: bygging hátæknisjúkrahúss, samgöngumiðstöðvar í Reykjavík, Búðarhálsvirkjunar og álversins í Helguvík, stækkun álversins í Straumsvík, framkvæmdir við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg um Kollafjörð, lagning Sundabrautar og bygging Vaðlaheiðarganga.
Af þessari upptalningu ætti að vera ljóst að sú virkjana- og stóriðjustefna sem átti stóran þátt í því að keyra efnahagslíf þjóðarinnar í þrot er á engu undanhaldi meðal þeirra sem halda um stjórnvölinn. Þeir sem standa að þessari undirskriftarsöfnun efast hins vegar mjög um að sama hugsun og setti landann í þann efnahagsvanda sem hann er í núna dugi til uppbyggingar varanlegum stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi.
Yfirskrift undirskriftarsöfnunarinnar er: Lífeyrissparnaður okkar má ekki fara í áhættufjárfestingar! en ábyrgðarmenn hennar eru: Ásta S. Hafberg, Héðinn Björnsson og Rakel Sigurgeirsdóttir. Markmið þeirra með söfnuninni er að sporna gegn því að lífeyrissparnaður landsmanna verði notaður til að keyra gjaldþrota stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar áfram enda er stórhætta á því að hún skili sjóðsfélögum engu varanlegu nema tómum lífeyrissjóðum!
1.12.2009 | 22:43
Lífeyrissjóðirnir og fullveldið!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 22:12
Yfirlýsing Heimavarnarliðsins
- Heimavarnarliðið ætlar að verja heimili fólks fyrir útburði vegna óréttmætra skuldakrafna.
- Heimavarnarliðið gengur friðsamlega fram í aðgerðum sínum en áskilur sér rétt til að verja hendur sínar.
- Liðsmenn í Heimavarnarliðinu geta þeir orðið sem eru lögráða, agaðir og styðja markmið þess.
- Þeir sem vilja fá aðstoð Heimavarnarliðsins geta haft samband í síma 841-0551 eða netfangið heimavarnarlidid@gmail.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2009 | 17:56
Áskorun!
Tæp átta þúsund hafa undirritað áskorunina. Það er mikilvægt að mörg þúsund í viðbót undirriti. Vinsamlegast auglýsið áskorunina á síðum ykkar. http://indefence.is/
25.11.2009 | 04:41
Yfirlýsing til vina okkar á Íslandi - To our friends in Iceland
Yfirlýsing bandarísku hagfræðinganna James K. Galbraith og William K. Black frá 18. nóvember 2009 vegna skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf.
Galbraith er prófessor í stjórnmálum/viðskiptatengslum (Lloyd M. Bensen, jr. chair) við Lyndon B. Johnson School of Public Affairs, The University of Texas at Austin. Black er lektor í hagfræði og lögum við The University of Missouri-Kansas City. Íslensk þýðing: Gunnar Tómasson, hagfræðingur.
Við höfum farið gaumgæfilega yfir skýrslu AGS dags. 20. október 2009 og önnur gögn varðandi mat á sjálfbærni vergra erlendra skulda Íslands sem nú eru talar vera yfir 300% af VLF (vergi landsframleiðslu) og gætu hækkað mjög mikið ef ekki reynist kleift að viðhalda núverandi gengi krónunnar.
Við teljum þessi gögn vekja ýmsar alvarlegar spurningar.
Í AGS-skýrslunni er því haldið fram að minnka megi talsverðan hluta heildarskuldanna með því að endurskipuleggja og draga úr skuldsetningu fjölþjóða íslenzkra fyrirtækja: í raun að minnka eignir þeirra og þá væntanlega umsvif þeirra. Þessi forsenda byggir á því að hægt sé að innleysa erlendar eignir á eða nálægt skráðu andvirði þeirra. Ekkert mat er lagt á það í skýrslunni hvort hér sé um raunhæfan valkost að ræða. Okkur sýnist því bjartsýna matið varðandi hreina skuldastöðu (~ 15% af VLF) vera hæpið.
Þjóðhagslegar spár AGS fyrir Ísland gera ráð fyrir því að kröftugur vöxtur VLF fari í kjölfarið á djúpum samdrætti þrátt fyrir mjög miklar skattahækkanir og fádæma stórfelldan niðurskurð opinberra útgjalda.
Engar forsendur fyrir þessari spá felast því á innlendri eftirspurn. Spáin grundvallast á mjög mikilli aukningu hreins útflutnings sem virðist hvorki vera grundvölluð á sögulegum viðmiðum né atvinnugreinum og mörkuðum sem þegar eru til staðar. Ef gripið yrði til stórfelldrar gengislækkunar við þessar kringumstæður myndi erlenda skuldabyrðin strax hækka sem hlutfall af VLF. Eins er vandséð hvernig atvinnugrein sem verður fyrir miklum samdrætti fjárfestingar getur samtímis aukið útflutning. Augljóslega getur hugsanleg uppsveifla í hreinum útflutningi einungis átt sér stað með varanegum samdrætti innflutnings og þar með almennra lífskjara.
AGS-skýrslan lætur undir höfuð leggjast að íhuga mögulega hvetjandi áhrif mikilla skattahækkanna, niðurskurðar á opinberri þjónustu, samdráttar atvinnutekna, mögulegrar gengislækkunnar og stórfellds atvinnuleysis á flutning vinnandi fólks af landi brott. Okkur sýnist liggja í augum uppi að þær gífurlegu byrðar sem verið er að leggja á örsmáan hóp vinnandi fólks muni leiða til flutninga af landi brott. En um leið og erlendar skuldbindingar Íslands falla með sívaxandi þunga á aðra landsmenn þá verður erfiðara fyrir þá sem eftir eru og vilja búa áfram á Íslandi að gera það.
Ísland er lítið land með takmarkaðan fjölda vinnufæra einstaklinga. Við Alþingi blasir sú lykilspurning hvort það sé raunhæft að ætla að þjóðin sætti sig við þær byrðar sem Íslandi er nú fyrirskipað að axla. Við erum ekki í stakk búnir að svara þessari spurningu: við setjum hana einungis fram. Ef svarið er neikvætt er ekki aðeins íslenzka hagkerfið í húfi - heldur framtíð Íslands sem starfhæf efnahagsheild.
________________________________________
We have reviewed the IMF staff report dated October 2009 and other materials concerning the question of sustainability of Iceland's gross external debt, estimated to be over three hundred percent of GDP as of now, and liable to rise sharply if the present exchange rate cannot be maintained.
We believe that these documents raise a number of grave questions.
The IMF report argues that a substantial part of the gross debt can be reduced by restructuring and by deleveraging Icelandic multinational corporations: in effect reducing their asset holdings and presumably their operations. This assumption depends on the capacity to liquidate external assets at or near their recorded value. Nothing in the report assesses whether this is, indeed, plausible. Therefore the optimistic assessment with respect to net debt (~15 percent of GDP) appears to us questionable.
The IMF macroeconomic projections for Iceland expect a deep recession, but followed by a sharp recovery of the growth rate of real GDP - despite very large tax increases and exceptionally large reductions in public spending.
There is no basis in domestic demand for this forecast. The assumption rests on a very large increase in net exports, for which neither historical foundation nor actual industries and markets appear to have been established. If a very large currency depreciation were pursued under these conditions, that would immediately raise the external debt burden in relation to GDP. It is also difficult to see how a business sector afflicted by a large decline in investment can simultaneously expand exports. Clearly the assumed surge in net exports can be had only by a large, sustained reduction of imports, affecting both investment and consumption, and therefore living standards.
The IMF report fails to consider the potential effect of large tax increases, cuts in public services, decline in domestic income, possible currency depreciation, and catastrophic unemployment on the incentive to emigrate for working people in Iceland. It seems to us self-evident that the vast burden now being placed on a minute work force will induce emigration. And as the country's liability becomes increasingly concentrated on those who remain, it will become more difficult for those who would like to remain, to do so.
Iceland is a very small country, with a very small working population. The question facing the Althing is whether the burdens now being dictated to Iceland can reasonably be accepted by the Icelandic people. We are not in a position to answer this question: we merely pose it. If the answer is in the negative, much more than the economy may prove to be at stake - but indeed the survival of the country as a going concern.
3.11.2009 | 04:10
Friðarhúsið
Næstkomandi fimmtudagskvöld, 5. nóvember, verður haldinn málfundur í Friðarhúsinu, Njálsgötu 87. Málfundurinn hefst kl. 20:00.
Héðinn Björnsson mun fjalla um áhrif fyrirliggjandi fjárlagafrumvarps á velferð landsmanna, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ýmislegt fleira.
Að innleggi Héðins loknu verða umræður.
Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
1.11.2009 | 23:21
Hvað stendur eftir?
Greinin var birt i Morgunblaðinu 31. október.
Eftir Lárus L. Blöndal og Stefán Má Stefánsson
MEÐ lögum nr. 96/2009 sem samþykkt voru 2. september sl. samþykkti Alþingi ríkisábyrgð vegna hinna svokölluðu Icesavelánasamninga. Samþykki Alþingis var með nokkrum veigamiklum fyrirvörum sem í reynd gerbreyttu þeim hugmyndum sem fram komu í lánasamningunum sem undirritaðir voru 5. júní sl. Varð þetta niðurstaða margra vikna vinnu alþingismanna til að ná sáttum í þessu máli. Það kom þó skýrt fram í þjóðfélagsumræðunni að fjölmargir töldu engu að síður of langt gengið í veitingu ríkisábyrgðar. Lítið bar hins vegar á því að menn teldu of skammt gengið.
Sá grundvallarmunur er á lánasamningunum frá 5. júní sl. og fyrirvörunum sem fram koma í lögum 96/2009 að samkvæmt lánasamningunum var ábyrgð íslenska ríkisins á skuldbindingum Tryggingasjóðs skilyrðislaus að mestu og háð túlkun breskra dómstóla. Í vissum tilvikum gátu íslensk stjórnvöld þó óskað endurskoðunar en gagnaðili var hinsvegar ekki að neinu leyti bundinn af þeirri ósk. Lög nr. 96/2009 fólu hins vegar í sér að ábyrgð íslenska ríkisins varð skilyrt og því hefði ekki komið til hennar eða ábyrgðin takmarkast verulega ef tiltekin atvik gerðust, sbr. síðar. Hin skilyrta ábyrgð ríkisins taldist eðlileg og rökrétt með hliðsjón af því að íslenska ríkið hefur ekki viðurkennt skuldbindinguna sjálfa og hefur að auki ýmislegt að athuga við fjárhæð hennar. Þessa hugsun má einnig orða þannig að skilyrðislaus ríkisábyrgð við þessar aðstæður sé lögfræðilega ótæk niðurstaða.
Fyrirvararnir
Rétt er að rifja upp hvaða breytingar/fyrirvarar höfðu mesta þýðingu til að takmarka ábyrgð ríkisins samkvæmt lögunum.
1. Gildistími ábyrgðarinnar var tímabundinn til 5. júní 2024. Eftir það féll hún niður.
2. Sett voru efnahagsleg viðmið sem takmörkuðu ábyrgð ríkisins við ákveðið hámark af vexti vergrar landsframleiðslu á hverju ári. Þetta átti að tryggja að greiðslur yrðu ávallt innan greiðsluþols íslenska ríkisins. (Nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar 19/8 2009, þingskjal 335).
3. Gerður var fyrirvari um það að Ísland hafi ekki fallið frá þeim rétti sínum að fá úr því skorið hvort aðildarríki EESsamningsins beri ábyrgð gagnvart innistæðueigendum við fall banka. Ákvæðið miðaði að því að fengist sú niðurstaða hjá þar til bærum úrskurðaraðila, sem gæti t.d. verið íslenskur dómstóll, að slík skylda væri ekki til staðar að einhverju leyti eða öllu, þá gæti íslenska ríkið losnað undan ábyrgðinni samkvæmt því.
4. Þá miðaðst ábyrgðin við að farið yrði að íslenskum lögum við uppgjör og úthlutun eigna úr Landsbanka Íslands. Var ábyrgðin takmörkuð við að látið yrði á það reyna hvort kröfur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta gengju ekki samkvæmt íslenskum lögum framar öðrum hlutum krafna vegna sömu innstæðu við úthlutun úr búi Landsbankans. Yrði niðurstaðan tryggingarsjóðnum í hag skyldi ábyrgð íslenska ríkisins lækka samsvarandi.
Sú hugsun sem bjó að baki fyrirvörunum má segja að hafi fyrst og fremst lotið að því að tryggja réttarstöðu Íslands. Í fyrsta lagi með því setja þessi tímamörk þannig að margar kynslóðir Íslendinga þurfi ekki að gjalda bankahrunsins. Í öðru lagi að takmarka greiðsluskyldu íslenska ríkisins þannig að því væri mögulegt að standa undir þeim skuldbindingum sem ríkisábyrgðinni fylgir. Í þriðja lagi að reyna að fá hnekkt ábyrgð íslenska ríkisins á innistæðum áður en til greiðslu af lánasamningunum kæmi. Í fjórða lagi að tryggja að réttarstaða krafna Tryggingarsjóðs innstæðueigenda við úthlutun úr búi Landsbankans sé ekki skert með lánasamningunum og þar með aukið á greiðsluskuldbindinguna.
Nýja frumvarpið
Nú er komið fram nýtt frumvarp sem gerir ráð fyrir breytingu á lögum nr. 96/2009 frá 2. september sl. Þó skammt sé um liðið síðan Alþingi samþykkti lögin um ríkisábyrgðina eru breytingarnar verulegar. Sú grundvallarbreyting hefur orðið samkvæmt frumvarpinu að snúið er til baka til fyrra horfs, þ.e. ábyrgð ríkisins er nú aftur orðin hluti af lánasamningunum, dómsvald til að túlka samningana fellur undir breska dómstóla og ábyrgð íslenska ríkisins er aftur orðin skilyrðislaus.
Áhugavert er að skoða hvernig fer fyrir þessum veigamestu fyrirvörum sem hér að framan eru taldir ef frumvarpið verður samþykkt:
1. Tímabinding ábyrgðarinnar er felld út. Ríkisábyrgðin er sem sagt ótímabundin. Margar kynslóðir Íslendinga gætu því orðið ábyrgar fyrir Icesave-skuldbindingunum.
2. Efnahagslegu viðmiðunum er breytt verulega. Þannig skal ávallt greiða vexti óháð því hvort hagvaxtaraukning verður á Íslandi eða ekki. Fjárhæð vaxtanna hleypur á mörgum tugum milljarða kr. á ári a.m.k. fyrstu árin. Hafi meirihluti fjárlaganefndar og þeirra ráðgjafar reiknað rétt þegar þessi fyrirvari um greiðsluhámark var settur inn í lögin um ríkisábyrgðina, er ljóst að þessar fjárhæðir eru líklega umfram það sem þjóðarbúið getur borið. Það þýðir að þjóðin getur væntanlega ekki staðið undir þessari ríkisábyrgð.
3. Íslenska ríkið getur ekki tryggt að ríkisábyrgðin falli niður jafnvel þó þar til bær úrskurðaraðili kæmist að þeirri niðurstöðu að ríkið bæri ekki ábyrgð á innistæðum. Samkvæmt frumvarpinu skal ríkisábyrgð vera bundin þeim fyrirvara að viðræður fari fram milli Íslands og viðsemjenda þess um áhrif slíkrar niðurstöðu á lánasamningana og skuldbindingar ríkisins. Bretar og Hollendingar eru auðvitað ekki bundnir af þessum ákvæðum og samkvæmt lánasamningunum er ábyrgð íslenska ríkisins skilyrðislaus eins og áður sagði. Íslenska ríkið á það því alfarið undir breskum og hollenskum stjórnvöldum hvert framhald málsins verður. Niðurstaða dómstóla breytir því engu um Icesave ábyrgðina verði þetta frumvarp samþykkt nema Hollendingar og Bretar samþykki það.
4. Samkvæmt frumvarpinu er ekki lengur gert ráð fyrir að ríkisábyrgðin takmarkist við að úthlutun og uppgjör á eignum Landsbankans fari fram samkvæmt íslenskum lögum eins og þau verða skýrð af dómstólum landsins. Látið er duga að setja inn í viðaukasamninginn við Breta að þeim sé kunnugt um að Tryggingarsjóður innstæðueigenda kunni að leita úrskurðar um hvort hans kröfur gangi framar öðrum kröfum vegna sömu innlána. Eins og áður segir eru skuldbindingar íslenska ríkisins hins vegar skilyrðislausar samkvæmt lánasamningnum og við túlkun hans gilda bresk lög. Af þessum sökum verður ekki séð að neitt lögfræðilegt hald sé í þessu ákvæði viðaukasamningsins við Breta að þessu leyti og fyrirvarinn því orðinn marklaus gagnvart þeim.
Í viðaukasamningnum við Hollendingana er því haldið opnu að hægt sé að bera málið undir íslenska dómstóla en með þeim fyrirvara þó að niðurstaða viðkomandi dómstóls sé ekki í andstöðu við ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins sem á að afla. Augljóslega er mun meira hald í þessu ákvæði. Á hitt ber þó að líta að verulega stærri hluti krafnanna á tryggingarsjóðinn er í gegnum samninginn við Breta.
Niðurstaða
Niðurstaða þessa samanburðar er afdráttarlaus. Þeir fyrirvarar sem mestu skiptu til að takmarka ríkisábyrgðina vegna Icesavesamninganna eru nánast að engu orðnir út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Skuldbindingar íslenska ríkisins eru á ný orðnar óljósar og ófyrirsjáanlegar bæði hvað varðar fjárhæðir og tímalengd.
Vera kann að Alþingi samþykki umrætt frumvarp engu að síður og þá út frá öðrum brýnum sjónarmiðum en lögfræðilegum. Um það verður ekki rætt hér. Hins vegar er ljóst að fyrirvararnir sem settir voru fyrir ríkisábyrgðinni í haust geta ekki verið réttlæting fyrir því að samþykkja ríkisábyrgðina samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi.
Lárus er hæstaréttarlögmaður. Stefán Már er prófessor.
19.10.2009 | 10:56
Island blir plundrat
Island blir nu plundrat med ett avtal som den isländska regeringen tvingas ingå av myndigheterna i Brittanien och Holland.
Motståndet från allmänheten på Island har börjat öka igen. Skälet är "loan agreement" som har avtalats på den ena sidan mellan britter och islänningar och på den andra sidan mellan holländare och islänningar. I dessa avtal dokumenteras en systematisk utpressning.
När de isländska bankerna kraschade i oktober 2008 tillgrep den brittiska regeringen terroristlagar mot Island. Terroristlagarna var särskilt riktade mot den privatägda Landsbankinn. Landsbankinn var ägd av den isländska staten fram till 2002 då den blev sålgd till tre individer som hadde starka anknytningar till Ryssland. http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurGudmundsson/IcesaveKallarnir/
När banken gick konkurs hadde det insamlas över 70 milljarder SEK insatt kapital på Icesave konton i Brittanien och Holland. Det är 100 gånger vad de tre indevider betalat för deras majoritets andel i banken.
Det dröjde inte länge från att Landsbankinn/Icesave gick konkurs tills den Brittiska regeringen började propagera för vem skulle bära skulden för Icesave fiaskot, dvs Isländska skattebetalare. De satte i gång med det samma tvångsåtgärder mot Island. Under det att den isländska befolkningen blir förföljd och utpressat av hollendarna og britterna, med stöd av EU och IMF, liver de som terroristlagen riktades mot i prakt Brittanien. De deltar inte i lösningar som skulle innibära någon slags kompensation för deras enorma brott. Varken britterna eller holländarne har visat intresse för att få tag i dem och deras plunder. Följande bilder visar en av Landsbankinn/Icesave huvudägaras livsstil.
http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurThorBjorgolfsson/FleiriSnekkjuMyndir/
http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurThorBjorgolfsson/Einkathotan/
http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurThorBjorgolfsson/WhereHaveTheBillio/
I fortsättning av att den brittiska regeringen riktade terroristlagar mot de islänska bankerna tog de till vidsträckta och kränkande åtgärder för att skapa brist på förnödenheter i Island. All valuta som skulle föras til Island blev fryst i utländska banker och import av varor som är livsviktiga i Island upphörde. I slutet av oktober började man sätta i gång ett plan för att slagta all höns och gris på Island eftirsom foder höll på att ta slut i landet. Vissa medicin höll även på att ta slut på Island. Britterna med sina åtgerder hotade liv och hälsa bland allmänheten i Island. http://www.bondi.is/Pages/1140
I fortsättningen av att bankerna kraschade körde Gordon Brown och hans specialister propaganda i det internationella samhället. Stormaktens plan är att utpressa det isländska folket för att ställa upp med et garanti för Icesave. EU makthavarna ville skydda banker i Europa från "run" vilked de oroade sig för att kunne bli följden om almännheten skulle bli medveten om EU directivens bristfällighet. Det är nämligen så att ingen garnatifund kan garantera sparkonton när det blir ett system krasch. Det är jämnförbart med ett tillstånd där ett försäkringsbolag står inför att alla deras kunders hus har brunnit över en natt. Icesave fiaskot skyllas först og främst på att EU makthavarna insåg inte att alla hus kunne gå upp i lågor på en natt och därför saknas där att beredskap har införts i direktiven för en sådan händelse.
För att dölja EU-direktiven bristfällighet utpressas nu isländska skattebetalare till att åta garanti för privata firmas affärer. De skal betala "terroristernas", skulder samt för bristerna i EU-directiven som tillåt "terroristerna" att leka med vanliga människors plånböcker utan garanti i dessa länder. För Island kommer EUs lösning att kosta många liv, ökad spädbarnsdöde, kortare medelålder, sämre allmän hälsa och ett fördärvat utbildningssystem.
Enligt EU-direktiven får en deltagende stat eller deras myndiheter inte vara ansvariga för banker om myndigheterna har sett till att en garantifond upprättas. En garantifond upprättades i Island. Den är ett självständigt bolag med ingen anknytning till staten.
Island uppfyllte därför kraven i EU-direktiven men det finns inget, varken i EU direktiven eller i den isländska lagstiftningen, som stipulerar att den isländska rikskassan skal ställa upp med garanti för fonden.
De två "loan agreement" som britterna och holländarna har nu gjort med den isländska regeringen är en del av deras tvångsåtgärder. Tillvägagångssättet är i högsta grad omtvistligt speciellt eftersom den brittiska och den hollänsdka regeringen vägrar kanalisera tvisten på ett normalt och demokratisk sätt, vilket skulle innebära att en ojävig och opartisk enhet f.eks. internationella domstoler eller en skiljedom tar ställning i saken.
Den hollendska och den brittiska regeringen har ställt krav på att detta "loan agreement" skulle vara hemligt. Av något skäl vill de inte att detta avtal skall uppenbaras för pupliken. De ställde krav på att även isländska riksdagsmän skulle rösta om lag som tillåter statens financiella åtaganden för fullbordan av detta kontract men utan riksdagsmännen fått ta del av innehållet í kontraktet. Hela tillvägagångdsättet strider mot grundlagens anda.
Kontraktet blev smugglat av någon ut ifrån regeringens lokaler och har nu publiseras i isländska tidningar.
Professorer i internationella lagar i Island hävdar att enligt EU direktiven bör den isländska staten inte ställa upp med garanti för privatägda bankers affärer i Europa därför att Island uppfyllte de krav som ställs i EU-direktiven.
EU directivet översatt til isländska http://brunnur.stjr.is/ees.nsf/pages/2E9317F82E04988100256700004E1234/$file/394l0019.pdf
Översatt till svenska:
Detta directiv kan inte göra deltagende stat eller deras myndiheter ansvariga för låneinstetut [banker] om de [myndigheterna] har sett till att ett eller flera system [garantifond] som är erkännda av myndigheterna upprättas. System som garanterar insatta pengar eller att bankerne själva garanterar att kompencera kontoägarna i enlighet med detta directivs krav.
Engelska teksten:
"the system [en garantifond] must be in existence and have been officially recognized when this Directive is adopted," och "The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities" http://www.legaltext.ee/et/andmebaas/tekst.asp?dok=T40689&keel=en&query=pension&tyyp=SITE_T&ptyyp=I&pg=20
I Island uppläver man att britterna och holländarna går fram med våld. Deras uppförande har varit brutalt. Stormakterna EU, IMF, Brittanien och Holland har pressat fram ett avtal som medför att britterne och holländarne kan överta islänska naturresurser om de är ägda av staten. Detta är speciellt bekymrande därför att historian berättar att de har inte varit skönsamma mot naturen där de har plundrat.
De brittiska och holländska parterna har, med hot om straffåtgärder, tvingad fram ett avtal som islänningar kan aldrig uppfylla. Till detta har de haft stöd av IMF och EU. Avtaled har gjorts under hot om att avbryta valutaflöde till Island men för en så isolerat ö som Island innebär detta helt enkelt at det blir brist på mat.
Britterna och holländarna har valgt att kalla detta internationella avtal "loan agreement" även om det är inget "loan agreement" eftersom detta handlar inte om lån till Island utan en tvångsåtgärd för att få den isländska regeringen att gå med på att allmänheten skall åta garanti för ett privatägt firmas affärer.
Enligt avtalet skall Island garantera återbetalning av över 64 milljarder SEK året 2016. Islänningar skall garantera en återbetalning av hela summan under åren 2016 till 2023. Om inga tillgångar finns i banken skall risken tillfalla den isländska skatteborgaren. I Island bor där ungefär 100 tusen familjer. För varje familj innibär avtalet skuldåtaganden av 640.000 SEK året 2016. Räntesatsen på lånet är 5,5%. Avtalet förplikter en återbetalning och ränta upp till 125.000 SEK per familj per år under sju års period. Detta innebär att man störtar velfärdsystemet på Island i fullständigt fördärv.
Det som är mest chockerande i denna "loan agreement" är att Island skall, enligt paragraf 16.3 avstå från sin suveränitet.
I denna säger:
Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, Including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or they-ir use of intended use) of any order or judgement. If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity form service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgement, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property of assets.
http://www.morgunbladid.is/media/46/1546.pdf
Översatt till svenska:
Både garantifonden och Island går fullständigt med på att vars lags rättegång gentemot dem angående vilken som hälst tvist I vilket område som helst och vilken som hälst rättsutveg, därmed göra utmätning eller utfärdande mot vilken egendom eller tilgång som helst (uavsätt till vilken användning den är avsädd) enligt vilket som hälst utlåtande eller dom.
Om garantefonden eller Island eller vilka som helst tilgångar eller rättigheter har rätt til immunitet (befriande) i någon som helst jurisdiction från process/rättegång eller publishering av andra dokumenter anknutna til vilket tvist som helst eller berättigade någon slags annan immunitet från juridiktion, åklagan, bedömande, utförande, eller övertagande (varken före bedömande, till stöd av fullföljande eller något annat) eller annan rättslig process, detta äroåterkallelig eftergift till den ytterste utsträckning tillåten enligt lagen i den jurisdiction. Garantifonden och Island också oåterkalleligt samtycker att göra inte anspråk på någon slik immunitet för dem själva eller deras respektive egendomar och tillgångar.
Enligt detta kan både brittiska och holländska parter överta vilka egendomar och tillgångar som helst ägda av den islänska staten. Vägar, sjukhus, skolor, hamnen, energy källor, vatten källor o.s.v. De kan ta vad som hälst och på sina egna villkor.
Risken i avtalet innebär i värsta fall att Island skall betala från året 2016 12 milljarder SEK om året till de brittiska och holländska parter.
För att förstå storleksgraden av detta påpekas att den isländska rikskassans intäkter i år är 23 milljarder SEK varav rikskassan betalar 5 milljarder SEK i ränta på andra utländska lån. Förra års BNP var ungefär 86 milljarder SEK på Island. Offentliga (statens) utgifter 2009 är över 32 milljarder SEK.
Det som händer nu på Island är inte ett särisländsk problem utan ett problem som almännheten i hela Europa står framför.
Man skatteplagar nu almännheten för att rädda finanssystemet, d.v.s. adlens egendomar.
Det har varit mycket propaganda på Island sedan bankerna kraschade i höst. Man propagerar att almännheten har slösat med pengar och att därför har ekonomien blivit dålig. Det är klart att det har varit korrumpta politiker i högsta instanser samt de som ägde bankerna som har ödelagt den isländska ekonomien. Mycket av den isländska valutafonden som försvann i höst när bankerna kraschade finns antagligen nu i någon brittisk skatteparadis på Virgin Islands.
Vanliga männeskor på Island (95% av befolkningen) har levt ett ganska normalt liv och skött sina åtaganden.
Fortfarande finns där korrumpta politiker och ämbetsmän i högsta instanser på Island som skyddar förbrytarna. Det islänska folket kämpar för rättvisan. Britterna och holländarna utnyttjar Islands nödläge och optimerar sin vinst. De har inte visat något intresse att spåra vart kapilatet tog vägen.
Det är almännheten som lider och den kommer att lida sålänge som det internationella samhället tar ställning med stormakternas förtryck.
Om den här orättvisan tar överhanden och om det legitimeras att oskyldiga männeskor som inte har haft något tilfälle att påverka affärerna skall ta ansvaret och förlusten för andras felsteg då är det en förlust för almännheten i alla länder.
Jakobína Ólafsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar